Wednesday, February 28, 2007

tunglið tunglið

Sæl ...................
Ég var að koma úr göngutúr, hef oft farið í göngu hér í garðinum sem er mjög fallegur. Stofnunin er staðsett í skógarhlíð (220m. yfir sjávarmáli) og er garðurinn hannaður í nokkrum mismunandi flötum með brekkurm og tröppum á milli. Svo eru leirlistaverk um allt svæðið eftir mismunandi listamenn sem koma alstaðar frá. Þau eru náttúrulega eins mismunandi og þau eru mörg.............. Á efsta svæðinu er listasasafnið og þangað gekk ég í dag og bak við það er yndislega fallegt svæði, þá er maður komin uppá toppinn á hlíðinni og sér niður hinummegin. Skógurinn er skemmtilegur og ákkúrat á þessum tíma(eða kannski hef ég bara ekki skoðað nógu vel) er bambusinn svo fallegur. Mjóar langar stangirnar eru mismunandi grænar og út í brúnt, rendurnar á stönlunum eru líkan mismunandi á litinn svo er laufbrúskur efst fínleg ljósgræn blöð sem hreyfast fjörlega í köldum vindinum. (sem er í dag) Þegar maður kemur þarna upp getur er hægt að sjá sólina setjast hún verður svo fallega rauð (næstum því eins og japanski fáninn) Tunglið er líka alltöðruvísi séð héðan en heima. Best að spyrja ..... við segjum vinstri vaxandi, hægri hverfandi. Hvað er sagt hér..... umm best að athuga það. Eins og karlinn í tunglinu horfi á tærnar á sér...

Það var frekar skrítið að koma á vinnustofuna í gær mér fannst ég alveg vera búin að vinna það sem ég ætlaði. Ég brenni hrábrennslu á sunnudaginn og ekki mikið sem ég geri úr þessu enda er ég komin með fullan ofn....og ekki tími til að þurrka leirinn á svona skömmum tíma. Ég er með smá tilraunir í gangi, ekki annað. Svo eftir þessa törn er núna frekar rólegt og ég farin að hugsa um glerunga, transfera og uppsettningu á verkunum...

Er að hugsa um að gerast aðstoðarmaður í anagama brennslu í næstu viku gæti verið gaman og fróðlegt.....Ein skosk kona sem ætlar að brenna hjá meistara hér í bænum....og sárvantar lipran aðstoðarmann...brennslan tekur reyndar fjóra daga subbubjallan ætlar aðeins að reyna að hjálpa til.

Monday, February 26, 2007

bariumsukklaðisynd

Sæl verið þið..

Við fórum fjórar skvísur héðan í hvera almenningsbað fyrir helgi. Það var ótrúleg snilld,, við vorum þreyttar og þvældar eftir langan vinnudag þegar við lögðum af stað, ætluðum varla að hafa okkur af stað. Það er ca. 25 mínútna keyrsla á staðinn eftir hlykkjóttum óupplýstum sveitavegum. Og eftir ítarlegar lýsingar á ökulagi bílstjórans var ég í vafa um að hugmyndin væri góð. Ferðin gekk áfallalaust og við fundum staðinn í fyrstu tilraun sem upphaflega sveitabýli. Ennþá er einhverskonar búrekstur í gangi amk. er hægt að kaupa mjólk í litlum flöskum sem ku vera heimaframleiðsla.

Við vorum reyndar svolítið seinar en höfðum klukkustund til að athafna okkur. Þarna er líka möguleiki að fara í einskonar gufubað sem ég prófaði þegar ég var hér árið 2004, en tíminn var naumur og finnst við höfðum svona takmarkaðann tíma var ekki um annað að velja en annað hvort ........ við völdum að fara í heitu hvera böðin. Algjör sæla þarna er hvorki asi né hávaði... sér pottar fyrir hvort kyns, börnin fylgja oftast konunum.... oft fara ömmurnar, mömmur og börn saman. En allt er á lágstemmdum nótum og er ég alveg hissa hversu börnin eru afslöppuð og róleg. Allri þvo sér rækilega sitjandi á pínulitlum tré kollum með tréfötur og ausa yfir sig vatni til að skola sápuna burt. Allir eru án sundfata en maður fær lítið handklæði (sem er rúmur þvottapoki á stærð) með sér. Einn steyptur innipottur og þrír úti sem eru mismunadi af stærð og hitastigi, umhverfið allt náttúrulegt og er svæðið umkringt trjám og grjóti.
Núna er ég á því að við ættum að banna sundfatnað í sundlaugunum heima um tíma,,, bara til að athuga hvort ekki lægji aðeins í hamagangnum. Hamagangurinn er sossum ekki verstur en þegar pirraðir sundlaugaverðirnir fara að hrópa og kalla í hátalarakerfið þá fer fyrst að kárna gamanið!!

Ég hjólaði í pósthúsið og kaupfélagið í dag í góðu veðri, stór mínus að umferðin er alveg rosalega þung í gegnum bæinn. Mikið af stórum fluttningabílum sem fara hér í gegn. Svo er umferðin vinstamegin hér sem gerir mig svolítið óörugga ég tala nú ekki um þegar maður er með innkaupapoka og rúmlega meterslanga vorlauka sem standa út úr í körfunni á hjólinu....(var að versla í matinn) Ég fekk á tilfinninguna að endinn á lauknum snerti dekkin á bílunum sem keyrðu framhjá á fullri ferð.

Svo keypti ég mér súsi bakka svo það var veisla hjá mér í kvöldmat... talandi um veislu þá bakaði ég SYNDINA í gærkveldi og bauð félögum mínum og gerði stormandi lukku. Ég var með uppskriftina á blaði en það er engin vigt í eldhúsinu hérna og þegar ég ætlaði að nota slummp aðferðina varð uppi fótur og fit í eldhúsinu.... það var hlaupið í glerungaherbergið og ein viktin sótt. Hún var þvegin hátt og lágt, en ég fekk smá áhyggjur því við viktum baríum og lithium oxið á þessar vikt. En þau vildu það frekar en að taka sjens á að ég væri ekki með þetta uppá gramm (týpískir japanir) Súkklaðikakan var góð en ekki alveg eins og heima,,, kannski var það bara baríumið.....hum..

Thursday, February 22, 2007

tvær vinnustofur

Jæja elskurnar...
Loksins.
Það sem hefur staðið uppúr síðan síðast er trúlega tvær vinnustofu heimsóknir sem ég hef farið. Sú fyrri var í heimsókn
til Kiyotsugu Sawa sem er vel þekktur hér í Japan og vinnur "hefbundið á þjóðlegum nótum" og brennir í ANAGAMA ofni. Vinnur bæði nytjahluti og hluti sem eru kannski ekki alveg til daglegs brúks,,, verðið hefur töluverð áhrif þar á. Ódýrasti tepotturinn hjá karli var 250.000 þúsund ísl. krónur.

Það var mjög gaman að kíkja á vinnustofuna til hans það eina sem minnti á nútímann var gamall ískápur sem stóð utandyra og hristist með miklum stæl. Umhverfi vinnustofunnar var ekki síður áhugavert því hann hefur leirnámurnar nánast bakgarðinum !! Við gengum um svæðið, sumir tóku með sér klípu af jarðveg í poka. Leirinn situr í lögum í jarðveginum, svo við þurftum að leita að heppilegum stað þar sem maður sá greinilega hverning jarðvegurinn skiptist í lög. Svo var krafsað og klórað en enginn með skófu eða svoleiðis græju, enda ekki alveg víst að karlinum hefði litist á blíkuna ef við tækjum of mikið af leirnum með okkur. Svo var farið með fjársjóðinn á vinnustofuna hann sigtaður og þá var hægt að nota ca. 20% annað of gróft..svo mér datt í hug að gera fingurbjörg.... Skemmtileg heimsókn og fróðleg.

Svo í dag fórum við þrjár saman í heimsókn til Kiryoko Koyama sem er listakona og bý alveg við hliðina á vinnustofunum. Hún byggi sinn Anagama ofn fyrir rúmum fjörutíu árum og hefur verið "farsæl í starfi" miðað við að vera kona í faginu. Þetta er karlafag eða kannski karlrembufag hér í Japan. Þegar ég var hér árið 2004 var verið að gera kvikmynd sem byggð er á lífi þessarar konu, sem hefur verið viðburðarríkt... Maðurinn hennar stakk af þegar þau voru búin að eignast tvö börn en hún náði að vinna sér nafn í faginu og gott betur en það. Hún missti son sinn á þrítugsaldri úr hvítblæði. Hann vann einnig í leir og gerði mjög fallega hluti sem við fengum að sjá í dag. Hún var mjög glöð að við skildum hitta á hana hún er á stöðugum ferðalögum flytur fyrirlestra viðsvegar um Japan, um verk sín og sonarins.
Annað er við það sama ég vinn og vinn og vinn og elda mísosúpu annað slagið...

Monday, February 12, 2007

bilstjoratyggjo og grænt kitkat

Ég svaf alla leið til níu í morgun,, því ég helt að hér væri frí eins og venjan er á mánudögum....þá eru vinnustofurnar ekki upphitaðar. Nei nei þá var frídagur í Japan gær sunnudag og þegar frídagur kemur upp á sunnudag þá er gefið frí á mánudegi. Svo það var aukafrí í dag og svo verður venjulegt mánudagsfrí með kaldri vinnustofu á morgun :-) En það er sem betur fer aðeins að hlýna hérna .
Við Joshí (sem er á bíl) fórum að skoða mjög fallegt keramikstudío hér í þorpinu þar eru þrír keramikerar eru með aðsöðu, faðir og tveir synir hans. Stórar vinnustofur með nokkrum ofnum þam. tvemur japönskum ANAGAMA ofnum sem eru stórir viðarbrennsluofnar. Það getur tekið allt að viku að ná fullum hita í svona ofnum og þá er stöðugt verið að henda brenni inní ofninn!!! Útkoman getur verið óútreiknanleg en mjög falleg.
Okkur var boðið í betri stofu eins og fengum við "treat" eins og stóru kúnnarnir fá,, okkur var fært te og hlaupbiti sem borðaður er með trépinna og kraup eignkona húsráðanda á gólfinu og hélt okkur félagskap á meðan við nutum veitinganna .. mjög gott... svo uppgötvaði ég green tea kitkat súkklaði í búðinn í dag,,, ótrúlega gott og flott svona grænt....Joshi bauð mér tyggjó á heimleiðinni sem er svo sterkt að maður tárast fyrst þegar maður tyggur það en það er sérstaklega gert fyrir syfjaða bílstjóra!!best ég flyti svoleiðist inn til landsins líka, með öllum hitaplástrunum sem ég ætla flytja inn í gámvís.

Sunday, February 11, 2007

Aðalbrill vikunnar ..........

Sæl verið þið...

Tjaaa nú finnst mér frekar langt síðan ég skrifaði línu... Það hefur verið mikið að gera hjá mér og ég hreinlega ekki haft orku í að skrifa. Tekur á að vera ég.....ha. Ég er að vinna frekar stóra gripi þessa dagana og nota svartan grófan leir. Nú er svo komið að ég er öll orðin tætt á fingurgómunum (þannig að ég rispa lyklaborðið á tölvunni!!) og hef fengið sprungur við neglurnar.. Ekki skemmtilegt. þetta á trúlega þær skýringar að leirinn er mjög grófur, ég alltaf með blautar hendur og svo hefur verðið frekar kalt. BANG og svo til gamans má láta það fljóta með að ég hef alltaf sorgarrendurundir nöglunum líka!! En nóg af fingrafréttum í bili.

Aðalbrill vikunnar eru hitaplástrar sem ég hef verið að prófa SKO nú ætla ég að flyta inn heilan gám af þessum dásemdum.. Þvílík hugmynd. Nú veit ég sossum ekki hvort þetta er til heima en það hefur allavega alveg farið framhjá mér. Það ætti deila þessu út (eins og smokkum á útihátiðum) meðal ferðamann sem koma til landsins og ætla á blankskóum og silkiskyrtum á hálendið. Ég mundi ekki slá hendi á móti svona luxus í tjaldútilegu á köldum sumarnóttum!! Plástrarnir sem ég hef prófað duga í 12 klst. og eru 40 gráður á celsíus. Svo límir maður þá flíkina sem liggur næst manni, ég hef t.d. gengið með plástur á mjóbakinu í tvo dag og finnst það alveg frábært. Það er hægt að fá þá í ýmsum stærðum og gerðum t.d. eru til sérstaklega hannaðir plástrar á axlir.. Svo er líka hægt að fá þá fyrir börn sem væri afskaplega sniðugt fyrir ungabörn sem sofa í vagni úti á svölum. (sem er frekar einkennilegur siður heima á Íslandi)

Ástæðan fyrir því að ég prófaði að plást mig var að ég var eins og ég væri að fá flensu.............hér hefur verið að ganga einhver svæsin flensa og ég frekar áhrifagjörn og ímyndurnarveik að upplagi. Og mér leist ekki á blikuna þegar ein stúlkan var færð á sjúkrashús og ég með mína meðvirkni.....fór að kvarta við Minori aðalkontaktinn minn hér. Sagði henni að ég væri eins og að verða hálf lasin illt í hálsi og með höfuðverk, ég var ekki fyrr búin að sleppa orðinu en hún hendir mér inní bíl og af stað í apótekið. Það lendum við (aðalega hún) á hálftíma spjallið við apótekarann. Sem er mér að góðu kunnur. því hann seldi mér vítamín um daginn. Sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að ég tek tíu töflur á dag jamms tíu ..10...
Ég varð strax svolítið eins og með varann á þegar hann byrjaði að valsa um apótekið og benda og benda. Svo er apótekarinn frekar sérstakur útlits,, allt í lagi með það og bara sjarmerandi, nema hann er ekki rangeygður heldur svona úteygður(ákkúrat öfugt við rangeygðuna, skiljiði) hann hlýtur að sjá næstum allan hringinn maðurinn. Og það verður einhvernveginn ekki mjög sannfærandi þegar hann byrjar að benda. En ég fer út með kínverska náttúrulyfjablöndu og þessa plástra. Kínverka lyfið var í þrem litlum brúnum glerflöskum svolítið eins og jagemaster. Ég átti skv. leiðbeiningum hans að blanda innihald hverrar flösku með sama magni af heitu vatni, milli mála, ekki södd ekki svöng og klára flöskurnar á einum degi. Sem ég gerði samviskusamlega og varð "a bit strange" en fekk svarið "no that was before" og þótti ógurlega sniðugt. En ég er bara brött núna reyni borða hollt og sofa vel.

Það var gaman í gær því ég gat hringt heim fekk svona skype símainneign og svo á ein japanska skvísan hér skype síma, sem stungið er í tölvu og getur malað í tíma og ótíma. Ég gat s.s. spjallað við Hjalta og náði að vekja drenginn klukkan rúmlega tvö og svo gat ég rétt spjallað við Hrein sjóara sem er í stuttu stoppi...og svo hann Dóra í Ameríkunni... fekk svolitla heimþrá og langaði í kjötbollur með rabbabarasultu.

Monday, February 05, 2007

boðflenna og blindnudd

Ég fekk óboðinn gest heimsókn í herbergið mitt í morgun. Opnaði gluggann til að heilsa deginum og fá kristaltært loftið í lungun og hafði gluggan opinn í smá stund. Fór að bardúsa með myndavélina og lít í gluggann er þá ekki þar þessi líka heljarinnar padda með þreyfara og gaddakryppu (en pínu sæt) en of stór fyrir minn smekk. Ég stökk út úr herberginu að fara á límingunum og náði í Joshí sem er japanskur listamaður. Ég held hann misskilið og haldið að það væri skógarbjörn í herberginu enda ég lafmóð í mikilli geðshræringu að lýsa aðsæðum. Hverning má það vera um hávetur, frost á næturna og snjór yfir öllu síðast í gær að svona padda er í fullu fjöri ??
Nú er Joshí kominn í dýrðlingatölu í mínum huga en ég ætla ekki að reyna að skíra það út fyrir honum, nægur misskilningur er í gangi hér svona á basic nótunum..... Svo er hann greinilega góður kokkur og kenndi okkur að gera frábæran japanskan kjúklingarétt í gærkveldi. ummm.

Ég tók mér frí frá vinnustofunni í dag, enginn hiti á mánudögum á vinnustofunni..... en veðrið var svo gott og gaman að sportast í þorpinu. Tók myndir og skoðaði garða sem eru margir mjög fallegir með bonsai trjám oþh. Keypti mér nokkur keramik verkfæri og fór í krúttlegar búðir þar sem lágmarksaldur afgreiðslufólksins er um áttrætt og búðin í þeim stælnum líka. Þar gat ég keypt mér tvo pensla en þar er hægt að fá allt milli himins og jarðar, naglalakk, teketill, garðslöngur, svuntur, bíldekk og svo heitt kaffi í sjálfsalanum...

Við vorum að ræða það við matarborðið áðan hversu gott væri að komast í nudd og fórum að segja nuddreynslusögur þá sagði ein hér að besta nuddið sem hún hefði fengið hefði verið hjá blindum nuddurum í Tæivan og Kambódíu en þar geta eingöngu blindir lært einhverja sérstaka tegund af nuddi. Einhverskonar einkaleyfi fyrir blinda, hljómar alveg brilljant er það ekki??

Saturday, February 03, 2007

SETSU BUN

Í dag er sá dagur ársins þegar japanir rekar djöfulinn út úr öllum hornum eða SETSU BUN!! Og hér koma hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem þess þurfa : Til að reka út djöfulinn;; maður límir litlar trjágreinar á hornin á nærliggjandi húsunum, borða súsírúllu sem er ca. 30 sm. löng og snýr í norðnorðvestur á meðan borðað er og í einum rykk, bannað að tala eða snúa sér á meðan. Setja upp grímu af "djöflinum" og henda í sojabaunum í nærstadda og garga ONI WA SETO, ONI WA SETO sem þýðir DJÖFLAR ÚT DJÖFLAR ÚT og svo FUKU WA UCHI, FUKU WA UCHI sem þýðir HEPPNINA INN, HEPPNINA INN.......svo ég hef gargað af kátínu í allt kvöld, kastað baunum út og suður og viti menn......... djöflar á bak og burt... ættum vð ekki að taka þennan sið upp heima, ha??

Það er eins og prufuofninn hafi verið andsetinn því það sprungu tvær prufur í tættlur hjá mér......hendi nokkrum baunum í hann í kvöld...

Ég er ekki viss um að vinkona mín sú sem þvær gólfin verði jafn kát á morgun,, allt í baunum... þessi elska kom með fullan kassa af smákökum í viðhafnarpakkningu í morgunn og gaf okkur. Eg hef mestar áhyggjur af því að hun eyði öllum launum sínum í okkur hér. Í gær kom hún með grænmeti og allt annað sem þurfti til að elda fína súpu. Hún gengur 35 mín. í vinnuna og teymir hjólið sitt svo hún þurfi ekki að bera það sem hún kemur með. Engill þessi kona best að hundskast til að sópa...

Friday, February 02, 2007

frekjukast

Sæl verið þið .....

Hér snjóaði í morgun með mikilli frekju ! Það hefur verið ískalt hér um allt og ætlaði aldrei að
hlýna almennilega á vinnustofunni. Ég er að pínulítð að þrjóskast við að nota olíuhitarann
það er eitthvað svo aumingjalegt að vera frá Íslandi og þola ekki smá kulda! Svo verður loftið eitthvað
svo þungt og dautt eftir að hafa haft logandi á græjunni í svolítinn tíma. Minnir pínulítið á stemminguna þegar
ég var lítil stelpa með karli föður mínum og við krakkarnir fengum að fara með í trillusiglingu í Kópavoginum. Þá var einmitt
lykt, hljóð, höfuðverkur og ógleði en samt eitthvað svo spennandi og gaman. (sérstaklega þegar systir mín stívélabaninn
var með í för,,, thíhí hí mannstu Hildur)
En sem betur fer tók ég með mér til Japan fínu termosilki langbrókina og bolinn sem ég keypti í Ameríkunni fyrir Kárahnúkaferðina sem ég fór í sl. sumar. Nærgallinn bjargaði mér þá og ætlar að greinilega að bjarga mér aftur núna og svo er bara lag yfir lag klæðnaður. Ekki alveg Yamamoto en svona næstum því....

Ég er að horfa á afskaplega einkennilegt sjónvarpsefni með öðru auganu MIASAKI teiknimynd sem er svo draugaleg
að ég held ég þori ekki út í myrkrið að kíkja á ofninn!!!! Ég spurði í furðu minni hvort þetta væri barnaefni en er gert
fyrir fullorðna hjúggg. Eg er s.s. að brenna eina prufubrennsluna enn, er að tilraunast
með glerunga. Þá þarf ég að stökkva út með reglulegu millibili og stilla ofninn og fylgjast með. Hér er lýsing af
skornum skammti eins og hitinn eða hér væri réttara að segja að ég væri svo góðu vön .............

kristfríður heljarbrók segir bless í bili.........

Thursday, February 01, 2007

Sæl verið þið..

Ég ákvað að skrifa smá áður en ég skríð í bólið. Ég er hálf löt og þreytt (ekki af vinnu neinei) það var nefnilega partý hér í gær.
Við erum tvö sem erum nýkomin á staðinn og það var verð að bjóða okkur velkomin. Það var heilmikil matarveisla
frábær japanskur matur namminamm. Þetta var mjög notalegt og mikið fyrir manni haft þær stóðu í eldhúsinu næstum
allan daginn þessar elskur.
Ég gjörsamlega er orðin háð grænu tei og eru ýmsar spennandi útgáfur af inntöku. T.d. prófaði ég í gær að blanda
þartilgerðri kryddblöndu saman við heitt teið og hella yfir soðin hrísgrjón ummmm,, mjög gott. Svo fekk ég mér kalda
sojamjólk með grænu tei sem hægt er að kaupa í litlum fernum (svona eins og kókomjólkin er heima) afskaplega hressandi.

Af vinnustofunni er það helst, að ég hef nýlokið við nokkrar tilraunir ég brenni leirinn sem ég nota við mun hærra hitastig
en gefið er upp. Þá halda japanarnir fyrir litlu augun sín og hrista bara hausinn, það hvarflar ekki að þeim að brjóta reglurnar.
En þegar leirinn er brenndur svona hátt fara efnin að bráðna ínní honum og spýtast út og sjá..... þessi flotta grófa áferð.

Best að skjótast aðeins undir sæng og undirbúa ferðina í draumalandið...