Monday, February 05, 2007

boðflenna og blindnudd

Ég fekk óboðinn gest heimsókn í herbergið mitt í morgun. Opnaði gluggann til að heilsa deginum og fá kristaltært loftið í lungun og hafði gluggan opinn í smá stund. Fór að bardúsa með myndavélina og lít í gluggann er þá ekki þar þessi líka heljarinnar padda með þreyfara og gaddakryppu (en pínu sæt) en of stór fyrir minn smekk. Ég stökk út úr herberginu að fara á límingunum og náði í Joshí sem er japanskur listamaður. Ég held hann misskilið og haldið að það væri skógarbjörn í herberginu enda ég lafmóð í mikilli geðshræringu að lýsa aðsæðum. Hverning má það vera um hávetur, frost á næturna og snjór yfir öllu síðast í gær að svona padda er í fullu fjöri ??
Nú er Joshí kominn í dýrðlingatölu í mínum huga en ég ætla ekki að reyna að skíra það út fyrir honum, nægur misskilningur er í gangi hér svona á basic nótunum..... Svo er hann greinilega góður kokkur og kenndi okkur að gera frábæran japanskan kjúklingarétt í gærkveldi. ummm.

Ég tók mér frí frá vinnustofunni í dag, enginn hiti á mánudögum á vinnustofunni..... en veðrið var svo gott og gaman að sportast í þorpinu. Tók myndir og skoðaði garða sem eru margir mjög fallegir með bonsai trjám oþh. Keypti mér nokkur keramik verkfæri og fór í krúttlegar búðir þar sem lágmarksaldur afgreiðslufólksins er um áttrætt og búðin í þeim stælnum líka. Þar gat ég keypt mér tvo pensla en þar er hægt að fá allt milli himins og jarðar, naglalakk, teketill, garðslöngur, svuntur, bíldekk og svo heitt kaffi í sjálfsalanum...

Við vorum að ræða það við matarborðið áðan hversu gott væri að komast í nudd og fórum að segja nuddreynslusögur þá sagði ein hér að besta nuddið sem hún hefði fengið hefði verið hjá blindum nuddurum í Tæivan og Kambódíu en þar geta eingöngu blindir lært einhverja sérstaka tegund af nuddi. Einhverskonar einkaleyfi fyrir blinda, hljómar alveg brilljant er það ekki??

0 Comments:

Post a Comment

<< Home