Saturday, October 22, 2011

brennsla á fullu gasi.

Allt að ná hámarki hitinn kominn í 1280 gráður á celsius ... keilurnar að falla. Brennslan tók 14 tíma sem er vel sloppið miðað við fyrri reynslu.. Eitt sem sárlega vantar í ofnarýmið hér í Shigaraki eru hitaþolnir hanskar...það var assgoti heitt að slökkva á átta brennurum sem eru allir staðsettir undir ofninum ,,, jamm einmitt þar sem lýsir upp af loganum.....ég hefði þurft að geta skrúfað fyrir með tánum og losnað við að fjalægja hárin á leggjunum í einhvern tíma...smá sviðalykt og sót...en hva.

Fegin að þessi brennsla er búin get vonandi opnað ofninn eftir tvo sólahringa.. Nú er ég svo upprifin að ég held ég sofi ekki næstu tímana...gæti fengið mér ís. humm,, góða nótt elskurnar.



Brennslan á lokastigi og allur ísinn búinn (grín)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home