Friday, October 28, 2011

hárgreiðsla og kaffisopi.

Eins og sjá má breyttist herbergið mitt í hárgreiðslustofu í gær...Makikó bauðst til að taka upp gamla takta og lita á mér hárið...hún hafði unnið sem aðstoðarmanneskja á hárgreiðslustofu í Tokyo áður en hún fór að vinna í leir.

Þetta gekk svona glimrandi vel og nýja lúkkið alveg að gera sig.
Annars var ég hálf löt í gar og slegin yfir fréttum að heiman....en Ragnheiður kerlingin á vonandi eftir að ná sér á strik það er nú seigt í kellu eins og öllu hennar fólki.
Í dag raða ég saman og ákveð hvað ég sendi á sýninguna í Tokyo á eftir að ganga frá á vinnustofunni og svona smotterí sem týnist til...en góð tilfinnig að ég þurfi ekki að pakka sjálf fæ fagmann í verkið...þvílíkur luxus sem þetta er.
Ég fór í gær og keypti glerung og leir sem ég sendi með verkunum mínum heim...held það séu birgir til næstu ára......
Það er svo skrýtin tilfinning sem fylgir því að pakka og leggja loka hönd á verkin....frekar sorglegt að kveðja þennan stað...og allt þetta góða fólk sem ég hef kynnst. Starfsfólk sem hefur unnið hér þau skifti sem ég hef komið...allir alltaf tilbúinir að leiðbeina og hjálpa.
Það verður samt dásamlegt að komast heim í venjulega hverdagslífið...sem er náttúrulega svo ótúlega fjölbreytt og skemmtileg...hitta börn og barnabörn alla malla hvað það verður gaman. Fara í sund og yoga....ég hef nú verið dugleg að stunda yoga hér í herberginu ekki alveg hvern dag en alla vega annanhvern .... alveg satt. Í gær prófaði ég meira að segja að spila yogaæfingar af youtube sem gekk bara þrusu vel...gaman að fá nýjan kennara...
Svo er maður nátturulega farin að huga að jólum og sér á facebook að það er hugur í mannskapnum.....

Ég er að klára kaffisopann það var dásamlegt að Sandrína (sú nýja franska) kom með mokkakönnuna sína,,,,ég fæ minn dásamlega cappochino bolla með þeyttri sojamjólk og tilheyrandi kanil...dásamlegt líf..ég ætla að rölta í sjoppuna á eftir og kaupa meiri mjólk svo ég eigi nú í kaffið þessa tvo daga sem eftir eru að dvölinni hér...
Svo var þessi fugl fyrir utan dyrnar í gær hafði greinilega flogið svona illilega á gluggann mér datt í hug hvort þetta væri bróðir Bíbó??
Bið að heilsa best að koma sér að loka verki í bili...knús subbubjallan



0 Comments:

Post a Comment

<< Home