Tuesday, January 30, 2007

Takk fyrir afmæliskveðjurnar elskurnar..
Allt gott af þér,, finnst ég bara vinna og sofa um þessar mundir. Ég fór reyndar í leiðangur fyrir stuttu, við skruppum þrjú saman í næsta þorp í innkaupatúr í byggingarvöruverslun. Það er alveg frábært ég var eins upprifin og á góðri myndlistasýningu.
Eg náði reyndar ekki að skanna nema svona 20% af búðinni verð að reyna að komast þangað aftur og gefa mér
betri tíma. Það væri kannski ekki vitlaust að taka með sér nesti líka!
Við notuðum ferðina og skruppum í matvörubúð í leiðinni það ku vera dýrt kaupfélagið hér hjá okkur í Shigarki.
Ég gerðist nú heldur djörf í innkaupum
og keypti mér fiska í matinn já þrjá litla sæta..... einhverskonar ...gúbbífíska og þykja mjög góðir grillaðir. Ævintýrðið náði ekki alla leið á pönnuna því með einhverjum dularfullum hætti hurfu fiskarnir úr innkaupapokanum. Við vorum reyndar á
pallbil og settum pokana á pallinn kannski hafa þeir hrokkið af ,,allavega er málið allt hið einkennilegasta.

Það var yndislegt veður hér í dag stafalogn, sól og nokkuð hlýtt. Minnti á mig á vorið og til að fá ennþá meiri stemmingu
fór ég í hjólatúr í þorpinu.. Hjólið minnti mig á hjólið sem systur mínar áttu og gat ég ekki annað en brosað þegar reyndi að ímynda mér hverning þær deildu þeim kostagrip með sér!! Kannski hef ég aldrei almennilega komist útúr "Ég fekk ekkert hjól eins og hinir krísunni" Ég allavega naut mín í botn í þessum hjólatúr enda heyrði ég engan hrópa:: NÚ MÁ ÉG, NÚ MÁ ÉG.....
Ubbs nú er verið að kalla á mig í japanskan desert og sætindi.. Ég var nefnilega að ljúka við að borða þá er gott að setjast fyrir framan tölvuna..............bið að heilsa í bili....subbubjallan

Thursday, January 25, 2007

panikkk

Jæja elskurnar...

Það munaði engu að ég fengi taugaáfall í gærkveldi og aftur í morgun. Þannig er að tölvan mín fína getur haft þessi svakalegu áhrif. Svo er alltaf talað um að tölvutæknin létti manni lífið. Fyrir mína parta dreg ég það stórlega í efa. Ég var s.s að opna skjöl sem ég fekk á disk frá galleryinu í Kyoto, þar mun ég sýna í mars. Upplýsingar um opnun, logo oþh. Nema þegar ég ætla að vista skjalið þá fer allt að blikka á skjánum það vantaði bara babú babú og reykjarmökkinn. Þetta hefur reyndar gerst tvisvar áður en þá var ég svo sannalega ekki símalaus í Japan !! En ég gat sem betur fer náð sambandi við
elsku Emmu san og Henning san í Ameríkunni. Þau björguðu málum því ég gat notað tölvu á staðnum og eftir fjórtán pósta ............og sjá. Það er engin spurning um fálkaorðuna og humarveislu fyrir þau hjónin....

Annað bara við það sama..ég er að brenna prufur í dag þá þarf ég að kíkja á ofninn á ca. klukkutíma fresti og hækka og lækka
eftir því hversu hratt hann brennir. Þetta er reyndar rafmagns prufuofn en ekki gas ofn eins og ég kem til með að nota. En gefur mér smá hugmynd hvort ég er ekki örugglega á réttri leið með glerunginn oþh....
Best að kíkja á ofninn,
subbubjallan

Sunday, January 21, 2007

vinna og vettlingar

Jæja elskurnar....
Nú er ég rétt að ná áttum eftir ferðalagið. Sálin mætti trúlega á svæðið í gær!! Það hefur farið heilmikil orka í að snúa sólahringnum enda gert með handafli í þetta skiftið.

Ég var mikið glöð að sjá að starfsfólkið er nánast það sama og var hérna 2004 meira að segja skúringarkonan sem
ég tók sérstöku ástfóstri við, vinnur enn á staðnum. Það fyrsta sem þessi elska gerði þegar við hittumst var að gefa mér
bakaða sæta kartöflu. Mín alltaf söm við sig !! og ekki nokkur leið að afþakka (trúlega nestið hennar) . Svo það var ekki um annað að ræða en skella henni í örbylgjuna og borða hana með bestu lyst. amminamm. Ég vona bara að hún fari ekki að vera með þennan höfðingskap daglega. Það færi alveg með mig.

Ég er búin að koma mér fyrir í litla herberginu enda lítið mál þegar radíusinn minnkar snögglega. Ef ég stend í miðju herberginu get ég teygt mig í allt!! Bara krúttaralegt.
Ég fór daginn eftir að ég kom og keypti leir svo ég byrjað að vinna. Ég nota sama leirinn og síðast, ljósan, grófan, algjört dúndur svo ætla ég að prófa nýja týpu af svörtum leir sem lofar góðu. Svolítið skrítið að byrja að vinna, leirinn hann er mjög blautur og ískaldur. Hér hefur verið frekar kalt en vinnustofan og herbergin eru upphituð en gangar og tengibyggingar kaldar. Í dag mánudag er ekkert starfsfólk á staðnum og vinnustofur ekki hitaðar upp. Svo ég fekk að láni einhvern dularfullan olíuofn sem ég hef við hliðina á mér þar sem ég stend við vinnu, þá get ég sleppt húfunni og vettlingunum!
Ég er komin í hörku vinnustuð enda eins gott því tíminn er naumur.
Best að skella sér aftur á vinnustofuna með heitt grænt te...
subbubjallan

Friday, January 19, 2007

sæl öll...
Ég er komin til Japan á leiðarenda. Ferðin gekk vel bara þreytt eftir langt ferðalag...
knús,
subbubjallan