Monday, August 30, 2004

Fellur-hvellur

Nú bíð ég eftir að fellibylurinn ógurlegi gangi yfir hér hjá okkur, hann hefur gert hressilegan ursla í suður Japan sá það fyrir stundu í sjónvarpinu. (og ekki lýgur Mogginn) Fólkið hér virðist ekkert sérstaklega stressað yfir þessu.......segja að hér gangi ca. 25 slíkir yfir á ári hverju. hum...svo ég ber mig vel.

Haustið hefur rekið tánna í tímann.


Bjallan

Saturday, August 28, 2004

heilsubað

Eg gerði margt spennandi í gær. Borðaði mjög sérstaka súpu í hádeginu sem var eitthvað á þessa leið; Núðlur soðnar og kældar, japönsk fiskisósa þynnt með vatni niðurskornir serrytómatar og vorlaukur allt sett í skál og nokkrir ísmolar útí, spennó....ikke??. mjög gott og frískandi í hitanum hérna hjá mér.
Skellti mér í Japanskt almenningsbaðhús ásamt fleirum hérðan úr keramikstúdióinu. Við keyrum í rúman hálftíma til að komast eitthvert "upp í sveit". Mikil upplifun þetta er s.s. hveralaugar mismunandi heitar. Maður byrjar á að gefa sér góðan tíma við þvott, sem fer fram á litlum kolli fyrir framan krana og lítinn spegill. Síðan notar maður tréstamp til að skola af sér sápuna. Þvínæst fórum við í mjög heita litla setlaug sátum þar berstrípaðar í góða stund. Þá var komið að saunabaðinu fengum við MUSSU til að fara í og vatnsblöndu "semégveitekkihvaðerdrykkur" , tvö glös takk. þá var okkur fylgt í saunað og bent á steinbedda til að liggja á með handklæði yfir okkur. Maður svitnaði hressilega eftir smá stund, lágum þar í dormingi í 30 mín. og meira að drekka. Síðan aftur í kerlaug utandyra, tríttluðum okkur svo á töfflum einum saman upp nokkrar steintröppur í "kryddlaug" og lágum þar í rólegheitum í 15 mín. Að lokum fórum við hærra upp nokkrar tröppur og lágum í rökkrinu með lampalýsingu í lítilli laug sem var mjög heit. GEGGUÐ HÆNA!!!
Fórum aðra leið til baka, í kolniðamyrkri og engin lýsing á einbreiðum veginum, umkring skógi. Ekki hefði ég viljað lenda í einhverjum stoppi með bilinn á þessum slóðum. Með eitraða snáka, lófastórar köngulær og margfætlur allt umkring....
Enduðum kvöldið á að sappa í okkur "þúsund" rétti á kínverskum góðum, ódýrum veitingastað. Það var svolítið þreytandi til lengdar að sitja á gólfinu og hálfgerður vandræðagangur á löppunum á manni á meðan á borðhaldinu stóð.
SUBBUBJALLAN

Thursday, August 26, 2004

heilstuspira

Hélt ég hefði allan tímann í veröldinni hér í Japan en það er sko öðru nær. Hef sjaldan haft meira að gera. Fórum nokkur saman til Kyoto í gær byrjuðum á að fara á flóamarkað sem var með þeim flottar sem ég hef séð. Bæði voru svo fallegir munir til sölu og fólkið allt svo elskulegt. Andúmsloftið afslappað og engin læti eins og maður er vanur á svona flóamörkuðum annarsstaðar. Engin hróp og köll..... Keypti mér kímanó algjört gegg...á nix pix pening. Hefði þurft miklu lengri tíma, komst ekki yfir nema brotabrot af svæðinu.
Fórum á tófúkaffi fékk ýmsar gerðir af tófú kom á óvart hversu spennandi er hægt að matreiða þann bragðlausa fjan.. Algjört heilsufæði, meira segja fundum við tófúísbúð í nágrenninu og fengum okkur að sjálfsögðu svoleiðis (sem bragðaðist eins og hann hljómar, tófúís!!!hvernig hljómar það ??)
Japanir eru greinilega flestir mjög meðvitaðir um hvað þeir borða og hverning þeir lifa yfirleitt. Ég ætla einmitt að gera svoleiðis líka. Heilsuspíra..

Saturday, August 21, 2004

gaman gaman

Hef haft það ótrúlega gott síðan ég kom hingað til Shigarki, fólkið allt vinalegt og afslappað. Á kvöldin þegar fólk hefur "skriðið" af vinnustofunum til að borða kvöldmat er oft glatt á hjalla. Maður gjörsamlega liggur af hlátri stundum, þetta er ótrúlega blanda af mannskap frá ýmsum löndum. Misskilningurinn er oft skemmtilegastur.....
Subbubjallan

Thursday, August 19, 2004

loksins loksins

Þetta er nú meira ævintýrið.
Kristín