Thursday, February 01, 2007

Sæl verið þið..

Ég ákvað að skrifa smá áður en ég skríð í bólið. Ég er hálf löt og þreytt (ekki af vinnu neinei) það var nefnilega partý hér í gær.
Við erum tvö sem erum nýkomin á staðinn og það var verð að bjóða okkur velkomin. Það var heilmikil matarveisla
frábær japanskur matur namminamm. Þetta var mjög notalegt og mikið fyrir manni haft þær stóðu í eldhúsinu næstum
allan daginn þessar elskur.
Ég gjörsamlega er orðin háð grænu tei og eru ýmsar spennandi útgáfur af inntöku. T.d. prófaði ég í gær að blanda
þartilgerðri kryddblöndu saman við heitt teið og hella yfir soðin hrísgrjón ummmm,, mjög gott. Svo fekk ég mér kalda
sojamjólk með grænu tei sem hægt er að kaupa í litlum fernum (svona eins og kókomjólkin er heima) afskaplega hressandi.

Af vinnustofunni er það helst, að ég hef nýlokið við nokkrar tilraunir ég brenni leirinn sem ég nota við mun hærra hitastig
en gefið er upp. Þá halda japanarnir fyrir litlu augun sín og hrista bara hausinn, það hvarflar ekki að þeim að brjóta reglurnar.
En þegar leirinn er brenndur svona hátt fara efnin að bráðna ínní honum og spýtast út og sjá..... þessi flotta grófa áferð.

Best að skjótast aðeins undir sæng og undirbúa ferðina í draumalandið...

2 Comments:

Blogger Ruth Bergs said...

Elsku vinkona - sko þetta verður prufa - ég er endalaust búin að reyna að svara hérna - en ekki tekist! Og skrifað heilu ritgerðirnar - get ég sagt þér. Ferlega flottar - bara svo ég segi það líka. ;-) Sjáum hvenig þetta tekst! ;-)

February 13, 2007 at 4:34 AM  
Blogger Ruth Bergs said...

Elsku vinkona - sko þetta verður prufa - ég er endalaust búin að reyna að svara hérna - en ekki tekist! Og skrifað heilu ritgerðirnar - get ég sagt þér. Ferlega flottar - bara svo ég segi það líka. ;-) Sjáum hvenig þetta tekst! ;-)

February 13, 2007 at 4:34 AM  

Post a Comment

<< Home