Monday, February 26, 2007

bariumsukklaðisynd

Sæl verið þið..

Við fórum fjórar skvísur héðan í hvera almenningsbað fyrir helgi. Það var ótrúleg snilld,, við vorum þreyttar og þvældar eftir langan vinnudag þegar við lögðum af stað, ætluðum varla að hafa okkur af stað. Það er ca. 25 mínútna keyrsla á staðinn eftir hlykkjóttum óupplýstum sveitavegum. Og eftir ítarlegar lýsingar á ökulagi bílstjórans var ég í vafa um að hugmyndin væri góð. Ferðin gekk áfallalaust og við fundum staðinn í fyrstu tilraun sem upphaflega sveitabýli. Ennþá er einhverskonar búrekstur í gangi amk. er hægt að kaupa mjólk í litlum flöskum sem ku vera heimaframleiðsla.

Við vorum reyndar svolítið seinar en höfðum klukkustund til að athafna okkur. Þarna er líka möguleiki að fara í einskonar gufubað sem ég prófaði þegar ég var hér árið 2004, en tíminn var naumur og finnst við höfðum svona takmarkaðann tíma var ekki um annað að velja en annað hvort ........ við völdum að fara í heitu hvera böðin. Algjör sæla þarna er hvorki asi né hávaði... sér pottar fyrir hvort kyns, börnin fylgja oftast konunum.... oft fara ömmurnar, mömmur og börn saman. En allt er á lágstemmdum nótum og er ég alveg hissa hversu börnin eru afslöppuð og róleg. Allri þvo sér rækilega sitjandi á pínulitlum tré kollum með tréfötur og ausa yfir sig vatni til að skola sápuna burt. Allir eru án sundfata en maður fær lítið handklæði (sem er rúmur þvottapoki á stærð) með sér. Einn steyptur innipottur og þrír úti sem eru mismunadi af stærð og hitastigi, umhverfið allt náttúrulegt og er svæðið umkringt trjám og grjóti.
Núna er ég á því að við ættum að banna sundfatnað í sundlaugunum heima um tíma,,, bara til að athuga hvort ekki lægji aðeins í hamagangnum. Hamagangurinn er sossum ekki verstur en þegar pirraðir sundlaugaverðirnir fara að hrópa og kalla í hátalarakerfið þá fer fyrst að kárna gamanið!!

Ég hjólaði í pósthúsið og kaupfélagið í dag í góðu veðri, stór mínus að umferðin er alveg rosalega þung í gegnum bæinn. Mikið af stórum fluttningabílum sem fara hér í gegn. Svo er umferðin vinstamegin hér sem gerir mig svolítið óörugga ég tala nú ekki um þegar maður er með innkaupapoka og rúmlega meterslanga vorlauka sem standa út úr í körfunni á hjólinu....(var að versla í matinn) Ég fekk á tilfinninguna að endinn á lauknum snerti dekkin á bílunum sem keyrðu framhjá á fullri ferð.

Svo keypti ég mér súsi bakka svo það var veisla hjá mér í kvöldmat... talandi um veislu þá bakaði ég SYNDINA í gærkveldi og bauð félögum mínum og gerði stormandi lukku. Ég var með uppskriftina á blaði en það er engin vigt í eldhúsinu hérna og þegar ég ætlaði að nota slummp aðferðina varð uppi fótur og fit í eldhúsinu.... það var hlaupið í glerungaherbergið og ein viktin sótt. Hún var þvegin hátt og lágt, en ég fekk smá áhyggjur því við viktum baríum og lithium oxið á þessar vikt. En þau vildu það frekar en að taka sjens á að ég væri ekki með þetta uppá gramm (týpískir japanir) Súkklaðikakan var góð en ekki alveg eins og heima,,, kannski var það bara baríumið.....hum..

0 Comments:

Post a Comment

<< Home