Sunday, October 23, 2011





Jæja elskurnar...nú bíð ég eftir að geta opnað ofninn...í fyrramálið. Hef haft það rólegt í dag varla gert nokkurn skapaðan hlut..kláraði ísinn, búið.

Kíkti á sýninkennslu á vinnustofunni (sjá myndir) ; Hér er verið að hanna tjörn fyrir gullfiska..Tveir hlutar renndir á rennibekk og settir saman..annar hlutinn er laugin hinn hlutinn (rennan) er svo :"The goldfish can take a walk" eins og listamaðurinn orðaði það...

Þetta var rennt í gær af meistara Bungo-san sem getur rennt gríðalega stóra hluti og etv. horft á sjónvarpið í leiðinni...síðan voru hlutirnir fluttir inní brennslurýmið og settir saman í dag. Þetta er samvinna þriggja manna tveir eru kennarar við Listaháskóla í Kyoto og svo Bungo-san sem er þessi fanta flotti rennari.

Ég eldaði mér fína kjúklingasúpu með núðlum og notaði að sjálfsögðu kryddið sem ég keypti á markaðnum...dásemdin ein.. Það er svo merkilega miklu betra á bragðið kjúklingakjötið hér í Japan en heima...amk. hér í sveitinni hjá okkur.
Sem allt í einu minnir mig á hana móður mína sem var nú snillingur í eldhúsinu og kunni margar brellur.
Ein var sú að kaupa unghænsni í tugatali svei mér þá ef fiðurféð var ekki á fæti..nei nei sei ekki neina vitleysu ,, það var nú búið að slátra...en lengra náði meðhöndlunin ekki.
Við bjuggum í Barmahlíðinni og í kjallaranum var þvottahúsið, sameiginlegt með eldra fólki sem bjó í þarna í kjallaraíbúð. Þvottahúsið ilmaði alltaf svo dásamlega af tóbaksklútum sem iðulega héngu þar uppi á snúrum. Nema aftur að unghænunum....sko hún móðir mín lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna eins og sagt er. Hann Dóri minn, sem var nú bara rétt nýfarinn að dvelja hjá mér næturlangt í meyjarskemmunni, var dreginn niður í kjallara til að fiðurhreinsa pútturnar. Sú aðferð fór svona fram: Þeim var dýft í sjóðandi heitt vatn í suðupotti einum miklum sem var á miðju þvottahúsgólfinu. Síðan var hafist handa við að reyta og tæta......þvílíkt og annað eins stuð.....ég man við hlógum rosalega og fífluðumst með hænurnar hægri vinstri (enda Hreimur þarna fremstur í flokki) ég held við höfum ekki haft lyst á þessum hænum í langan langan tíma á eftir.
Í minningunni tók þessi aðgerð nokkra daga...eða kannski helgi. Ég segji hiklaust að finnst hann Dóri minn komst í gegnum þetta "nánast klakklaust" á þessum tíma þá kallar hann ekki allt ömmu sína. Ég átti nú alveg eins von á að sjá í iljarnar á honum upp tröppurnar,,, en nei nei minn maður öösss nei.

Labels:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home