Friday, October 21, 2011

Þessi mynd er tekin á útimarkaði í Kyoto í gær..Hann er haldin 21 hvers mánaðar og fer fram við stórt klaustur...Þetta er einn flottast markaður sem ég hef komið á...allt mögulegt til sölu gamlir fagrir kimanoar, bækur, verkfæri krydd, blóm og allt annað milli himins og jarðar..

Við hittumst Pascale (og hennar eiginmaður) og Adil og röltum um. Ég krækti mér í sjöunda kryddið dásamlegt á núðlur. Maður ætlar að reyna að ná upp einhverjum vinsældum í eldhúsinu þegar heim er komið kryddið kemur sterkt inn (í orðsinsfyllstu) Einnig keypti ég mér forláta höfuðfat sem ég ætla að nota þegar proformera sem annarhelmingur af IEC-CHOCOLATE sem er grúbban okkar Pascale síðan á karokibarnum um kvöldið.. Adil verður umboðsmaður okkar i Indlandi. Svo spennandi verkefni framundan.
Ég er að brenna í stórum gasofni í dag þarf að vaka yfir ofninum, bæta við gas, kveikja á brennurum, auka þrysting skoða lit á eldinum oþh. Og Matsunami er í fríi í dag...en vona það besta þetta er nebbla stór hluti af sýningunni minni í Tokyo ... krossa fingur.


0 Comments:

Post a Comment

<< Home