Thursday, February 22, 2007

tvær vinnustofur

Jæja elskurnar...
Loksins.
Það sem hefur staðið uppúr síðan síðast er trúlega tvær vinnustofu heimsóknir sem ég hef farið. Sú fyrri var í heimsókn
til Kiyotsugu Sawa sem er vel þekktur hér í Japan og vinnur "hefbundið á þjóðlegum nótum" og brennir í ANAGAMA ofni. Vinnur bæði nytjahluti og hluti sem eru kannski ekki alveg til daglegs brúks,,, verðið hefur töluverð áhrif þar á. Ódýrasti tepotturinn hjá karli var 250.000 þúsund ísl. krónur.

Það var mjög gaman að kíkja á vinnustofuna til hans það eina sem minnti á nútímann var gamall ískápur sem stóð utandyra og hristist með miklum stæl. Umhverfi vinnustofunnar var ekki síður áhugavert því hann hefur leirnámurnar nánast bakgarðinum !! Við gengum um svæðið, sumir tóku með sér klípu af jarðveg í poka. Leirinn situr í lögum í jarðveginum, svo við þurftum að leita að heppilegum stað þar sem maður sá greinilega hverning jarðvegurinn skiptist í lög. Svo var krafsað og klórað en enginn með skófu eða svoleiðis græju, enda ekki alveg víst að karlinum hefði litist á blíkuna ef við tækjum of mikið af leirnum með okkur. Svo var farið með fjársjóðinn á vinnustofuna hann sigtaður og þá var hægt að nota ca. 20% annað of gróft..svo mér datt í hug að gera fingurbjörg.... Skemmtileg heimsókn og fróðleg.

Svo í dag fórum við þrjár saman í heimsókn til Kiryoko Koyama sem er listakona og bý alveg við hliðina á vinnustofunum. Hún byggi sinn Anagama ofn fyrir rúmum fjörutíu árum og hefur verið "farsæl í starfi" miðað við að vera kona í faginu. Þetta er karlafag eða kannski karlrembufag hér í Japan. Þegar ég var hér árið 2004 var verið að gera kvikmynd sem byggð er á lífi þessarar konu, sem hefur verið viðburðarríkt... Maðurinn hennar stakk af þegar þau voru búin að eignast tvö börn en hún náði að vinna sér nafn í faginu og gott betur en það. Hún missti son sinn á þrítugsaldri úr hvítblæði. Hann vann einnig í leir og gerði mjög fallega hluti sem við fengum að sjá í dag. Hún var mjög glöð að við skildum hitta á hana hún er á stöðugum ferðalögum flytur fyrirlestra viðsvegar um Japan, um verk sín og sonarins.
Annað er við það sama ég vinn og vinn og vinn og elda mísosúpu annað slagið...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home