Tuesday, September 28, 2004

To Tokyo takk

Er rétt að ná áttum eftir Tokyotúrinn þvílík borg.
Frá Shigaraki tekur ferðin uþb. 4 tíma með rútu og lestum. Byrjuðum á að fara á hótelið og losa okkur við farangurinn, hótelið var vel staðsett nálægt metróstöð og frekar ódýrt. Byrjuðum á að fara í nýju Roppongi bygginguna og horfðu yfir borgina af 52 hæð. Það var orðið áliðið, komið myrkur og svolítið mistur, ótrúlega mögnuð sjón!! Það er hægt að ganga allan hringinn á hæðinni og njóta útsýnisins gluggarnir ofaní gólf. Gott ef ég sá ekki glitta í himnaríki þarna uppi, það var amk. eitthvað himneskt við þetta kvöld.
Það er nútímalistasafn í bygginunni þar tókum við einn eða tvo hringi. Spennadi sýning COLOURS þar sem tveir þekktir hönnuðir, Viktor and Rolf, skoða áhrif lita á tísku. Frábær upplifun, spennandi uppsetning og flott sýning.
Fyrir utan Roppongi bygginguna er risa, risa kongló (skúlptúr) eftir Louise Bourquis. Mjög mögnuð sjón, verkið er upplýst og skuggarnir voru líka magnaðir. Eitthvað fyrir Emmu.
Enduðum kvöldið á ekta japönskum veitingastað þar sem enginn talaði ensku en maturinn var frábær, núðlusúpa, hrár fiskur og greentea desert úr sojabaunum. Kokkarnir hlógu mikið þegar við tókum upp myndavélarnar og tókum létta syrpu af matnum. Þeir eru ótrúlega flinkir að raða saman litum og formum á matardiskana. Listaverk.
Meira næst.
Subbubjallan

Thursday, September 23, 2004

a goðri leið

Aðeins meira af nuddi!!!
Já ég fór í nudd í gær ég held því fram að það hafi verið nuddstólnum fyrir að þakka!! Eg kvartaði undan eymlum í öxlunum við eina vinkonum mína japanska. Mér hafði verið bent á heima, að ég yrði að fara í nudd í Japan það væri algjört must. Svo er ég rétt að byrja að undirbúa jarðveginn, minnist á öxlina. Sem var enginn lygi ég er búin að vera hálf aum en ekki kvalin. Ég sá fyrir mér svona stemmingu eins og er hjá Shiva indverska nuddarananum heima.(mæli með að allir prófi það) Ég sá s.s. fyrir mér svoleiðist huggulega stemmingu með karrýolíu mareneringu, reykelsi og róandi tónum. Ég var ekki búin að sleppa orðinu MASSAGE þegar konan rífur upp gemmsann og er komin á línuna til að bjarga málum. Svo er ekkert meira með það að mér er skuttlað upp í bíl og af stað.
Hlykkjuðums um þröngar göturnar í góða stund og svo komnar á staðinn. Enginn indverksk karrystemming þar heldur maður í hvítum slopp sem vísaði mér í stórt herbergi með litlum bekkjum í röðum. Og ég var látin leggjast á magann á einn slíkan. Þeir voru svo þétt raðaðir bekkirnir að ég hefði getað klórað gömlu konunni við hliðina á mér á bakinu, án þess að rétta úr handleggnum. Svo var gríðarlega sterk bláköld lýsing á stofunni að ég held þeir hljóti að hafa séð í gegn um mann og sparað sér rönkengræjurnar í leiðinni. Lítið sjónvarpstæki var í gangi í einu horninu, hátt stillt, ansi blönduð stemming.
Svo túlkaði vinkona hún mín og ég gat ekki betur séð af látbragðinu að hún hafi verið að lýsa meðferðínni í stólfjandanum í þaula.... Allavega þá fekk ég eitthvert rafmagnstæki á axlirnar í fimmtán mínútur til að hita upp svæðið, síðan nudd og aftur hiti. Að lokum fekk ég einhverja sogbolla á axlirnar í góða stund, ku vera gott til að auka blóðrennslið. (geng svo um með gríðarlega sogbletti á sitthvorri öxlinni) Hann gaf mér líka einhverskonar grisjur sem ég átti að hafa í öxlunum í sólahring. Risastór plástur með einhverju grasa náttúrefni í sem lyktaði og LYKTADI. Lyktin var svo mögnuð (ekki slæm bara stór) að ég svaf varla dúr meðan ég hafði þetta á mér.
OG SJÁ, ég snarlagaðist í öxlunum við þessa meðferð, svo þetta endaði eins og góð ævintýri gera gjarnan.
Nú fer ég til Tokyo og verð næstu daga, stíf dagskrá allan tíman er hrykalega spennt.

Bestu kveðjur og endlega slakið á í öxlunum meðan ég er í burtu.

Suppubjalla

a goðri leið

Aðeins meira af nuddi!!!
Já ég fór í nudd í gær ég held því fram að það hafi verið nuddstólnum fyrir að þakka!! Eg kvartaði undan eymlum í öxlunum við eina vinkonum mína japanska. Mér hafði verið bent á heima, að ég yrði að fara í nudd í Japan það væri algjört must. Svo er ég rétt að byrja að undirbúa jarðveginn, minnist á öxlina. Sem var enginn lygi ég er búin að vera hálf aum en ekki kvalin. Ég sá fyrir mér svona stemmingu eins og er hjá Shiva indverska nuddarananum heima.(mæli með að allir prófi það) Ég sá s.s. fyrir mér svoleiðist huggulega stemmingu með karrýolíu mareneringu, reykelsi og róandi tónum. Ég var ekki búin að sleppa orðinu MASSAGE þegar konan rífur upp gemmsann og er komin á línuna til að bjarga málum. Svo er ekkert meira með það að mér er skuttlað upp í bíl og af stað.
Hlykkjuðums um þröngar göturnar í góða stund og svo komnar á staðinn. Enginn indverksk karrystemming þar heldur maður í hvítum slopp sem vísaði mér í stórt herbergi með litlum bekkjum í röðum. Og ég var látin leggjast á magann á einn slíkan. Þeir voru svo þétt raðaðir bekkirnir að ég hefði getað klórað gömlu konunni við hliðina á mér á bakinu, án þess að rétta úr handleggnum. Svo var gríðarlega sterk bláköld lýsing á stofunni að ég held þeir hljóti að hafa séð í gegn um mann og sparað sér rönkengræjurnar í leiðinni. Lítið sjónvarpstæki var í gangi í einu horninu, hátt stillt, ansi blönduð stemming.
Svo túlkaði vinkona hún mín og ég gat ekki betur séð af látbragðinu að hún hafi verið að lýsa meðferðínni í stólfjandanum í þaula.... Allavega þá fekk ég eitthvert rafmagnstæki á axlirnar í fimmtán mínútur til að hita upp svæðið, síðan nudd og aftur hiti. Að lokum fekk ég einhverja sogbolla á axlirnar í góða stund, ku vera gott til að auka blóðrennslið. (geng svo um með gríðarlega sogbletti á sitthvorri öxlinni) Hann gaf mér líka einhverskonar grisjur sem ég átti að hafa í öxlunum í sólahring. Risastór plástur með einhverju grasa náttúrefni í sem lyktaði og LYKTADI. Lyktin var svo mögnuð (ekki slæm bara stór) að ég svaf varla dúr meðan ég hafði þetta á mér.
OG SJÁ, ég snarlagaðist í öxlunum við þessa meðferð, svo þetta endaði eins og góð ævintýri gera gjarnan.
Nú fer ég til Tokyo og verð næstu daga, stíf dagskrá allan tíman er hrykalega spennt.

Bestu kveðjur og endlega slakið á í öxlunum meðan ég er í burtu.

Suppubjalla

Wednesday, September 22, 2004

karl með kött

Þá er það sagan af japans partýinu .....Við vorum sjö sem fórum héðan eingöngu þeir sem eru hér listamenn í skemmri eða lengri tíma. Það var yfirmaður staðarins sem var svona rusnarlegur að bjóða okkur. Hann var nú búinn að fá sér hressilega í aðra tánna þegar við mættum á staðinn. Og var það honum mikið kappsmál að allir drykkju sem mest, allir áttu að nota tækifærið að hans sögn og fara á almennilegt fyllerí.
Svo sátum við úti og grilluðum ýmislegt góðgæti kjöt,fisk, grænmeti. Hérna er grillað öðruvísi en heima, alltaf verið að setja litla bita á grillið og tíma svo uppí sig um leið og þeir eru tilbúnir. (skemmtileg stemming, enda hægt að sitja úti án þetta að eiga á hættu að veikjast hættulega) Svona er setið við í góða stund og drukkið með. Rauðvín, saki og þeir hörðust fengu sér viski með matnum. Verulega smart.
Svo var okkur boðið inn aftur í þetta líka fína hús, "stórt og ríkmannlegt" enda karlinn forríkur með einn kött í heimili. Karlinn á þennan forláta stól NUDDSTÓL engin smá mubla það. Allir æstir í að prófa það var meira ævintýrið. Maður skorðast niður, kálfarnir eru alveg fastir, klemmast inní stólinn. Kannski eins gott því þegar átökin byrja við bakið þá er eins gott að vera festur niður. Eg hélt ég myndi hendast á gólfið í látunum.
Svo er hann líka með karokígræjur og allir að syngja hörku fjör. Eg hélt mér við Bítlana og Eric Clapton, átti svolítið erfitt með japönsku lögin. Svolítið öðruvísin stemming en maður á venjast, en skemmtileg.
Rosalega kósí salernið, klósettsetan var upphituð, milljón litir takkar, allt á japönsku. Ég helt ég hefði eyðilagt græjurnar þegar loksins sturtaðist niður.

kling, klíng og klíngbjalla

Sunday, September 19, 2004

leti i gangi

Svolítil glíma við leirinn í dag endaði samt áætlega!!
Nenni ekki einu sinni að skrifa um það.
Mér er boðið ásamt fleirum á staðnum í japanskt party á morgunn. Matarboð með tilheyrandi læt vita hverning það gengur fyrir sig.
Subbubjallan....

Saturday, September 18, 2004

tekatlar og grænir lokkar

Nú er laugardagskvöld hjá mér.......fórum nokkrar að skoða spennandi leirbrennsluofn sem staðstettur er hér á lóðinni. Þetta er dæmigerður ANAGAMA ofn, japanir hafa brennt sinn leir í svoleiðist ofnum frá því um árið 1200. Nú á s.s. að fíra upp í honum á morgun og við fórum að skoða meðan meistararnir athafna sig.
Ég var einmitt að skoða lítinn teketill sem var gerður af meirtara hér í þorpinu. Sá höfðingi er að vera áttræður og enn á fullu "swingi" hefður meira að segja verið að kenna hér á staðnum. Læt verðið á tekatlinum fylgja svona að gamni. 40.000 íslenskar krónur. Svona eru hlutirnir afstæðir eftir því hvar maður er staddur. Ekki svo rosaleg æskudýrkun hér í Japan!!!!
Er vongóð um að ég verða svona hress um áttrætt . Sá taktur er reyndar svolítið í minni ætt að hressast gífurlega eftir fertugt og halda fullum dampi þangað til yfir lýkur, sem er oft ekki fyrr en um tírætt!!!
Mér bauðst að setja hluti eftir mig í ofninn, spennandi að sjá hverning það kemur út.
Nú fer að koma að útkomu úr tilraunum í leirnum, þá er alltaf spenningur í lofti.

Það er einn ungverji hér her að vinna, heimsþekktur í leirlistaheiminum og víðar......hann er mjög léttur og skemmtilegur karl. Hann trúlega kominn yfir fimmtugt og aflitar á sér hárið þannig að það er svolítið gult. Bara flott. En svo var hann í skærgrænum bol að vinna og kófsvitnar í þessum djöflagangi og hita. Nema hvað, bolurinn litaði svona flott á honum hárið að aftan eins og það hafi verið gert á hárgreiðslustofu. Ég sló á létta strengi og spurði hann hvort hann væri að breytast í frosk......hann kom alveg af fjöllum, maðurinn!!! Svo tók ég mynd af hnakkanum á honum og þessum fínu lokkum sem lágu svona grænir og fallegir við hálsinn. Og sýndi honum.........mikið hlegð.....

Bless og góða nótt,


Friday, September 17, 2004

meira bras

Það hefur verið heldur rólegt hér í dag vorum bara þrjár að vinna á vinnustofunni. Algjört lámark!! Ég skellti mér í reiðhjólatúr í nágrenninu í dag. Loksins að verða almennilega fært vegna veðurs. Ekkert sérstaklega spennandi að hjóla og vera úti í 30+stiga hita og sól. En í dag var ekki hægt að kvarta "bara" 25 stiga hiti og skýjað með köflum, notalegt.
Hef verið að bardúsa á tölvunni í allt kvöld við reyna að finna útúr því hverning maður svissar ljósmyndum yfir á jpg format þegar maður hefur ekki photoshop sér til aðstoðar!!! Er ekki alveg að ganga upp hjá mér.
bless í bili,
Bjallan

Thursday, September 16, 2004

mja mjaaaa

Mig dreymdi skrýtinn draum síðastliðna nótt. Einhvernveginn svona: Eg var að stússast á stóru nýtísku kúabúi sem var yfirhlaðið af nýustu tækjum og tólum til að mjólka kýrnar og þessháttar. Allt var nýtt, hreint og fínt. Flórinn eins og nýpússaður en yfirfullur af litlum sætum hvítum kettlingum!! Einkennilegur draumur, ikke!!
Nú vantar sko hana Önnu mína til að ráða þennan, það var einginn eins góður að ráða drauma eins og hún. (blessuð sé minnig þeirrar elsku) Eg hef verið að gæla við þá hugmynd að spyrja japönsku vinkonur mínar hérna á staðnumr hvort einhver þeirra kunni að ráða drauma.
Svo finnst mér það eitthvað svo fjarstæðukennt ég treysti mér varla ekki í þann umræðupakka með tilheyrandi misskilningi, ég hlæ alltaf eins og brjálæðingur get ekki hamið mig, því miður. Við erum svo misgóð í að gera okkur skiljanleg hérna. Mér finnst svo skemmtilegur svona misskilningur og hef alltaf fundist, hann er eitthvað svo óundirbúinn og óvæntur. Þanning að ég þarf að passa mig svolíðið (svo ég sé nú ekki móðgandi) sem gerir þetta náttúrulega enn meira spennadi. Reyni að halda umræðuefninu frekar á almennum nótum um sinn.

Bless í bili,




Wednesday, September 15, 2004

gleðinnar gleðinnar

Jæja þá í þetta sinn....Nú hefur verið rólegt hjá mér í dag. Hugmyndir sem ég hafði í kollinum gerðu uppreisn og hef ég enga stjórn lengu !!!!
Vinkona mín, Trees (mæjóneskonan frá Belgíu) er farin til Kyoto. Hún er í raun búin að ljúka við verkefnið sitt hérna en ætlar að nota tækifærið og ferðast í hálfan mánuð um Japan. Kemur síðan í heimsókn með unnustann til Shigaraki sem er líka keramiker. Við erum búnar að skipuleggja ferð til Tokyo í næstu viku.. Þar er endalaust hægt að skoða og skemmta sér. Meira um það seinna.
Fékk frábærar fréttir að heiman í dag, fékk styrk sem ég sótti um áður en ég kom hingað. Breytir töluvert miklu fyrir mig......jibbí dansað og sungið undir morgunn.......

Subbubjallan

Monday, September 13, 2004

froskakoss ofl.

Hér er frídagur á mánudögum, ég er að hugsa um að taka þennan vana upp þegar ég kem heim aftur þ.e.a.s. lengja helgarnar um einn dag. HUMM Reyndar er unnið hér á staðnum laugardaga og sunnudaga, en ég hef hugsað mér að stokka þessu svolítið saman, góð hugmynd, ikke???
Fór á reiðhjóli í kaupfélagið í morgunn með þeirri sem hafði keypt majónes í staðinn fyrir sjampó. Henni fannst reyndar svolítið skrýtið, um daginn, að finna sjampóið við hliðina á matarolíunni og ætlaði að fara að gera athugasemd við kaupfélagsstjórann......Hún kaupir alltaf "þetta" sjampó í Belgíu þar sem hún býr. (þið ættuð að sjá á henni hárið)
Það var s.s. brunað af stað í ca 30 stiga hita, raka og sólskini. Stoppuðum á ýmsum stöðum á leiðinni (hér eiga svo að vera ljósmyndir) það eru svo frábærar litlar forvitnilegar búðir hérna í þorpinu, þar sem öllu ægir saman. Ég man ekki eftir að hafa séð neitt í líkingu við þær. (fleiri myndir)
Það fannst froskur ínná karlaklósetti í dag ef hann hefur verið að leita af prinsessunni þá var hann ekki á réttum stað.

bless í bili,
subbubjallan

Sunday, September 12, 2004

úr lofti

Það var nú heldur betur stuð hér í dag.......
Fórum nokkrar í þyrluflug alveg óvænt. Þanning var að það var handið uppá "hinn árleg slökkvuliðsmannadag" hér í garðinum hjá okkur í dag. Þetta er náttúrulega enginn smá garður utanum keramik centerinn. Kannski eins og 4x Hljómakálagarðurinn með söfnum, vinnustofum, skrifstofum og öllu tilheyrandi. LUXUS.
Hér fylltist s.s allt af slökkvulísbílum með tilheyrandi hljóðum fólk og dreyf af úr öllum áttum, sannkallaður fjölsyldudagur. Slökkvuliðsmenn sýndu græjurnar sem þeir nota og hverning á að veita fyrstu hjálp oþh. og svo var farið í ýmisa leiki(sem ég setti mig ekki inní) Gagnlegt og gaman.
Hægt var að skrá síg í útsýnisflug í þyrlu á þartilgerða miða sem síðan voru þeir heppnu dregnir úr.( og komust færri að en vildu) Og hverjir lendu svo í fyrstu ferðinni við dömurnar úr keramikinu, auðvitað. Við vorum fimm sem fórum, ég var sú eina sem hafði flogið í svona tæki (lúksusrotta) þetta var mjög gaman. Það var gaman að sjá staðsettningu staðarins úr lofti allstaðar skógur í fjalllendinu og hrísgrjónaakrar í dölunum. Very nice.
bjölluspjall




Saturday, September 11, 2004

heimsoknir ymisskonar

Jæja ég var við að fá taugaáfalll í dag.. jamms engin lygi. Þegar ég var á leið á vinnustofuna í rökkrinu um sex leytið í dag mætti mér snákur á gólfinu. urrrrrg ég stökk hæð mína í öllum herklæðum og gargari hraustlega. Mér brá hrottalega......Þau voru ekki lengi að sópa honum út, kollegar mínir á vinnusofunni. Hann var ekki nema ungi (að þeirra mati) kannski eitraður og fekk að halda lífi þessi elska. Þau vita greinilega ekkert um snáka nú er hann nefnilega að safna liði og kemur fljótlega með stóra bróðir sinn. humm..... vita nákvæmlega ekkert um snáka!! Hér eftir geng ég með kúst á bakinu!!!
Annað skemmtilegt, við vorum að reyna að panta hótelherberi í Tokyo á netinu. Það er eins og þeir reikni ekki með útendingum til landsin það er allt á japönsku hvernig á maður að panta hótelherbergi á japönsku. Við vorum fjórar í röð með tölvur mikil stemmig. Enda engin smá fjöldi hótela í Tókyo jemmminnn Tvær japanskar, ein íslensk(ég) og ein frá Belgíu. Þvílíkt fjör og misskilningurinn í toppi. Þetta er gaman...........þvílíkur hlátur, það við skemmtum okkur allar ekki bara ég.
Þetta er svona í búðinn (kaupfélaginu í Shigaraki) allt, allt á japönsku auðvitað, auðvitað við erum þar, en þegar maður ætlar að kaupa sjampó og kemur heim með majónes þá er þetta kannski full langt frá. Hummmmm Alltaf einhvernveginn á byrjunarreit þarf að spyrja um allt enda orðin rosa góð í látbragði.
Bjalla

Friday, September 10, 2004

smjörflugan

Var í mestum makindum á vinnustofunni að vinna þagar allt í einu varð uppi fótur og fit út í garði. Þar var á flögti það stæðsta fiðrildi sem ég hef á ævinni séð. Meira segja ég hefði getað flogið með þessa fínu vængi!!
Þegar ég verð komin með tæknina á mitt band birtist mynd af fyrirbærinu!!

spjallan

Tæknin að stíða mér

Eitthvað hef ég lent í tæknilegum örðuleikum með bloggið undanfarið, en ég held ég sé búin að ná tökum á því núna. Fleiri sögur á leiðinni!

Thursday, September 09, 2004

susssssssssssssssssssssssssi

Léttur skjálfti í gærkvöldi.
Nú er verðið að undirbúa súsi parý hér í eldhúsinu fyrir kvöldið, alltaf verið að bardúsa og bauka í þessu eldúsi. Mikið er ég fegin því. Notalegt að heyra diskglamur og finna framandi ilm nánast öll kvöld, mammi mammi.
súsibjallan

Wednesday, September 08, 2004

Hristist svolitið og skelf

Ætlaði að vera svo dugleg að skrifa....isss
Hef verið að hristast og skjálfa hér í Japan í jarðskjálftum undanfarna daga. Er staðstett norður af Kyoto og aðeins fengið að kynnast geðillsku nátturunnar. Fólkið hér í kringum mig, sérstaklega japanir, taka þessu með mikilli ró.

Toppurinn á tilverunni var um daginn þegar ég fór að skoða verk Tadao Ando THE CHURCH OF LIGHT í Osaka. Ótrúlega falleg kirkja. Fórum nokkur saman, ekkert okkar hafði séð kirkjuna áður. Ég hafði aðeins séð hana í arkitektabókum og blöðum og alltaf langað að soða "live"svo þetta var mikil upplifun!!! Skoðaði líka í þessari sömu ferð almenningsgarð sem var hannaður fyrir heimsýninguna 1970 æi Osaka hann var tómlegur svona í miðri viku en er víst líflegri um helgar. Fórum líka í miðbæ Osaka það var mikið fjör, fjöldi fólks (eins og flópbylgja) og auglýsingaskiltin um allt. Mjög geggjað eftir að dimma tók.
Svo endalaust margt að sjá.
Japansbjalla

Monday, September 06, 2004

Það hefur eitt og annað gerst hér síðan síðast.