Monday, November 15, 2004

Litla paradisin Naoshima.............

Sæl nú!!
Ferðin til Naoshíma gekk svona glimrandi vel hjá mér. Ég hafði ekki gert mér i grein fyrir í upphafi að ég þyrfti að tvískipta um lest á leiðinni, en áttaði mig í tíma. Ég hafði allar upplýsingar frá Shigaraki útprenntaðar úr tölvunni í en japönsku!!! Og hafði fegið lauslegar upplýsingar og tvö stikkorð á ensku. "En það bjargast alltaf allt" eins og einhver sagði.

Svo ég endaði á þessari fallegu pínulitlu eyju þar sem búa uþb. 3.800 manns. Tók strædó sem keyrir hálfhring á eyjunni fram og til baka. Fór á endasöð þar sem "tjaldsvæðið" er í yndislegu umhverfi innanum fallegar byggingar og listaverk. Tjöldin standa uppi allt árið um kring og er um að ræða nokkur hringtjöld "Paó" sem eru gerð eru að fyrirmynd tjalda sem móngólar búa í og stærri tjöld öllu einfaldari að útliti sem eru fyrir stóra hópa.
Ég var ein (ásamt einni kongló) í fjöguramanna tjaldi sem hraustlega byggt á timburgólfi með trégrindarveggjum og lofti. Fjögur uppbúin rúm borð, náttborðum, eldhúsborð og stólar, rafmagni og hitara ofl. Á staðnum var nokkuð nokkrar byggingar s.s. veitingastaður, bókasafn og japanskt almenningsbað sem stóð manni til boða að kosnaðarlausu allan sólahringinn (eitthvað sem er sorglega óhugsandi hér heima, ekki satt??) Gistingin í tjaldinu ásamt kvöld- og morgunverði kostaði uþb. 5.500 isl.krónur.

Spölkorn frá tjaldsvæinu (10 mín ganga) er Benesse House Naoshima nútímalistasafnið staðsett, sem hannað eins og fleiri byggingar á eyjunni af Tadao Ando arkitekt og byggt 1992. Byggingin er spennandi hýsir bæði listasafnið og á tveimur efstu hæðunum eru nokkur hótelherbergi sem virðast rekin í samkrulli við safnið!! Ég gat því miður ekki skoðað þann hluta byggingarinnar þar sem ég var ekki gestur hótelsins.

Þema verkefnistins frá upphafi þarna á eyjunni hefur verið "náttura og list" og "saga og list". Og er mjög gaman að rölta um svæðið sem byður uppá yndilega náttufegurð og spennandi listaverk við nánast hvert fótmál!!
Frábær ferð en bara alltof stutt ég var í rúman sólahring á eyjunni og hefði getað hugsað mér að vera svo miklu, miklu lengur.
subbubjalla

Saturday, November 06, 2004

ligga ligga la

Sæl öll saman!!
Nú er kveðjuparýið búið það var haldin þessi líka svaka fína veisla í gærkveldi. Það byrjaðið á að ein ræstikonan sem vinnur hér og hefur tekið miklu ástfóstri við mig (og ég við hana) færði mér tómata og lauk. Við köllum hana "high attention" því hún talar linnulaust og hlær. Hún er yndisleg, algjör orginall þessi kona, hún heftur talað við mig daglega síðan ég kom, á japönsku reyndar, en það kemur ekki að sök, meira að segja japanarnir skilja hana ekki allltaf !!! Hún er alltaf færandi okkur eitthvað gaf mér t.d. nokkra smápeninga í sumar, laumaði þeim í lófann á mér og ekki möguleiki að afþakka.

Þegar byrjað var að undirbúa matinn var mér vísað úr eldhúsinu og eins og svo oft hér í Shigaraki bárust hlátrasköllin í takt við grænmetissaxhljóðin. Mikið hlegið og mikið saxað. :Það er eitthavð annað en á daginn þá er þetta fólk svo hljóðlátt á vinnusofunum eins og í leiðslu hlustar á tónlist í mesta lagi. Enda yrði enginn vinnufriður á vinnustofunni ef þetta fólk væri eins og það er í eldhúsinu...
Það var boðið uppá sérstakan vetrarrétt SUKIJAKI. Hann er eitthvað á þessa leið: Grænmeti saxað í hæfilega bita s.s. eins og t.d. sveppir, sveppaklasar hvítar og brúnir, púrrulaukur, gúlrætur sem voru skornar út eins og blóm, grænt salat, tófu og einhvað sem var serstaklega keypt i Kyoto og er eins og "hlaupbrauð" og svo brauð sem bleytt hafði verið í vatni og minnti mjög á svamp.
Þessu síðan raðað fallega á fat og borið fram ásamt nautakjöti í þunnum sneiðum. Síðan voru fitubitar (mör??) bræddir í potti á gashellu á borðstofuborðinu og kjötið steykt í því því næst var grænmeti raða ofaní pottana þartilgerðri sósu hellt yfir. Látið malla í ca. 5 mínutur, þá tók hver og einn egg og braut í litla skál og hrærði saman með prjónum (að sjálfsögðu) síðan dróg maður uppúr rjúkandi pottinum eftir þörfum og velti uppúr hráu egginu. Algjört æði þessi matur. Borðið fram með salati úr tómötum, avokató, lauk og salati, hrísgrjónum og hreðkupikkles.
Við gáfum okkur góðan tíma til að borða og brasa við borðið.
Í eftirrétt höfðu þessar elskur keypt tvær mega rúllutertur eina súkklaði og svo uppáhaldið mitt green tea tertu og ég fekk tvær sneiðar ligga ligga lá (af því þetta var mitt kveðjupartý) og kaffi.
Sama fjörið tók við þegar við fórum að vaska upp eftir matinn við erum orðin ansi góð í að henda leirtauinu á milli. Því það vilja allir vera í eldhúsinu og sá sem þurkkar hendir á annan mann sem hendir á annan og svo koll af kolli þangað til þetta lendir í eldhússápnum (en aldrei á gólfinu óneipp) Mikið fjör.
Síðan var hlustað á meiri tónlist, nafnspjöldum dreyft fram og tilbaka og hlegið aðeins meira. Ég fekk fallegar gjafir, ekta japanskan hálsklút, japönsk kerti, nælur eina frá Hollandi, Ungverjalandi og Japan, áhald undir prjóna (til að borða með), lítinn sætan feltdúk með lamadýri, bolla og ógleymanleg, falleg orð...kveð þennan stað með trega og tárum.
Jæja elskurnar mínar í fyrramálið fer ég snemma af stað til Naosíma eins og til stóð. Meira um það seinna....
Bless elskurnar mínar hlakka til að sjá ykkur heima 11 nóvember.
subbubjalla

Thursday, November 04, 2004

þægilegt pigg pigg

Ég hef unnið ótrúlega vel og mikið þennan tíma í Japan. Sé það betur núna þegar ég fer að pakka þessu öllu niður, svaklegt jobb. Ég hélt ég mundi hespa þessu af á tveimur tímum eða svo nei nei nei er heillengi að bauka þetta. Tvær ferðir að kaupa bóluplast aðra að fá réttu kassana. Er keyrð fram og til baka svo sannarlega farið vel með mann hérna, ekki hægt að segja annað.

Svo er verið að keppast við að sýna mér merkilegustu staðina að skoða í Kyoto ég held ég þurfi að framlengja um nokkra daga.........nei best að koma aftur og þá vonandi fljótlega. Er farin að ókyrrast, vil heim.....

Hjá okkur eru töluverð vonbrigði í gangi með kostninguna í U.S.U. hvað er þetta fólk að hugsa??????

subbubjalla





Tuesday, November 02, 2004

fallegt, fallegt..........

Fórum í morgunn í smáferðalag að skoða keramiksýningu. Bílferðin tók tvær klukkustundir og ekki hægt að segja að sýnigarsalurinn hafi verið í alfaraleið, neibb ekki aldeilis. Makalaust að við skyldum finna staðinn svona í fyrstu tilraun, en því er örugglega ekki mér fyrir að þakka. Eg bauðst reyndar til að vera á kortinu af því mér hlotnaðist sá heiður að sitja frammí, ferðafélagarnir voru einkennilega sammála um að það væri óþarfi!!!
Sýning var mjög spennandi pínulítil verk eftir Naoto Hasegawa sem minntu mig helst á hraun eða steina. Hann notar líka örlítið af gleri í verkunum sínum. Býr til lítil form holar þau og setur gler og glerung inní verkið og við brennsluna þennst leirinn út, breytir um lögun. Spennandi verk.
A bakaleiðinni skoðuðum við lika stórt safn og stóra keramiksýningu sem ég var sossum ekkert hrifin af (svo ég sleppi þeirri lýsingu) Í krigum safnið var mjög fallegur garður sem hægt var að skoða, fallegir haustlitir og mátulega heitt til að vera úti.
Keyrðum í Suzuka fjöllunum á leiðinni heim og stoppuðum á yndilsegum útsýnisstað í 820.m hæð og horfðum yfir Yokkaichi borg.
Óvænt og skemmtilegt hjá mér í dag.
subbuspjalla

Monday, November 01, 2004

að klessu.... ojbara

Þá er komið annað hljóð í strokkinn. Þvílík rólegheit hjá eftir að brennslum lauk var í algjöru letikasti í dag. Tók mér sumarfrí í dag, drattaðist reyndar fótgangandi í pósthúsið að sækja mér reiðufé svo ég geti gert upp skuldir áður en ég yfirgef staðinn. Það var samt svo á mörkunum að ég hefði mig af stað......
Lenti á hörku moskítóveiðum í nótt, vaknaði við suð og spratt úr bólinu geip tímarit með til varnar, algjör Zorro stemmig í herberginu. Drap svo aðra flugu í dag og sú hefur verið búin að súpa hressileg ef marka má klessuna á veggnum. Ég er eiginlega hissa að ég skuli ekki falla í yfirlið af blóðleysi, er ég bólgin og bitin á nokkrum stöðum eftir dýrið. urrgggg
Á morgunn er stefnan tekin á keramiksýningu ætlum nokkur að fara saman á bil. Luxus...
subbubjalla