Friday, February 02, 2007

frekjukast

Sæl verið þið .....

Hér snjóaði í morgun með mikilli frekju ! Það hefur verið ískalt hér um allt og ætlaði aldrei að
hlýna almennilega á vinnustofunni. Ég er að pínulítð að þrjóskast við að nota olíuhitarann
það er eitthvað svo aumingjalegt að vera frá Íslandi og þola ekki smá kulda! Svo verður loftið eitthvað
svo þungt og dautt eftir að hafa haft logandi á græjunni í svolítinn tíma. Minnir pínulítið á stemminguna þegar
ég var lítil stelpa með karli föður mínum og við krakkarnir fengum að fara með í trillusiglingu í Kópavoginum. Þá var einmitt
lykt, hljóð, höfuðverkur og ógleði en samt eitthvað svo spennandi og gaman. (sérstaklega þegar systir mín stívélabaninn
var með í för,,, thíhí hí mannstu Hildur)
En sem betur fer tók ég með mér til Japan fínu termosilki langbrókina og bolinn sem ég keypti í Ameríkunni fyrir Kárahnúkaferðina sem ég fór í sl. sumar. Nærgallinn bjargaði mér þá og ætlar að greinilega að bjarga mér aftur núna og svo er bara lag yfir lag klæðnaður. Ekki alveg Yamamoto en svona næstum því....

Ég er að horfa á afskaplega einkennilegt sjónvarpsefni með öðru auganu MIASAKI teiknimynd sem er svo draugaleg
að ég held ég þori ekki út í myrkrið að kíkja á ofninn!!!! Ég spurði í furðu minni hvort þetta væri barnaefni en er gert
fyrir fullorðna hjúggg. Eg er s.s. að brenna eina prufubrennsluna enn, er að tilraunast
með glerunga. Þá þarf ég að stökkva út með reglulegu millibili og stilla ofninn og fylgjast með. Hér er lýsing af
skornum skammti eins og hitinn eða hér væri réttara að segja að ég væri svo góðu vön .............

kristfríður heljarbrók segir bless í bili.........

0 Comments:

Post a Comment

<< Home