Sunday, February 11, 2007

Aðalbrill vikunnar ..........

Sæl verið þið...

Tjaaa nú finnst mér frekar langt síðan ég skrifaði línu... Það hefur verið mikið að gera hjá mér og ég hreinlega ekki haft orku í að skrifa. Tekur á að vera ég.....ha. Ég er að vinna frekar stóra gripi þessa dagana og nota svartan grófan leir. Nú er svo komið að ég er öll orðin tætt á fingurgómunum (þannig að ég rispa lyklaborðið á tölvunni!!) og hef fengið sprungur við neglurnar.. Ekki skemmtilegt. þetta á trúlega þær skýringar að leirinn er mjög grófur, ég alltaf með blautar hendur og svo hefur verðið frekar kalt. BANG og svo til gamans má láta það fljóta með að ég hef alltaf sorgarrendurundir nöglunum líka!! En nóg af fingrafréttum í bili.

Aðalbrill vikunnar eru hitaplástrar sem ég hef verið að prófa SKO nú ætla ég að flyta inn heilan gám af þessum dásemdum.. Þvílík hugmynd. Nú veit ég sossum ekki hvort þetta er til heima en það hefur allavega alveg farið framhjá mér. Það ætti deila þessu út (eins og smokkum á útihátiðum) meðal ferðamann sem koma til landsins og ætla á blankskóum og silkiskyrtum á hálendið. Ég mundi ekki slá hendi á móti svona luxus í tjaldútilegu á köldum sumarnóttum!! Plástrarnir sem ég hef prófað duga í 12 klst. og eru 40 gráður á celsíus. Svo límir maður þá flíkina sem liggur næst manni, ég hef t.d. gengið með plástur á mjóbakinu í tvo dag og finnst það alveg frábært. Það er hægt að fá þá í ýmsum stærðum og gerðum t.d. eru til sérstaklega hannaðir plástrar á axlir.. Svo er líka hægt að fá þá fyrir börn sem væri afskaplega sniðugt fyrir ungabörn sem sofa í vagni úti á svölum. (sem er frekar einkennilegur siður heima á Íslandi)

Ástæðan fyrir því að ég prófaði að plást mig var að ég var eins og ég væri að fá flensu.............hér hefur verið að ganga einhver svæsin flensa og ég frekar áhrifagjörn og ímyndurnarveik að upplagi. Og mér leist ekki á blikuna þegar ein stúlkan var færð á sjúkrashús og ég með mína meðvirkni.....fór að kvarta við Minori aðalkontaktinn minn hér. Sagði henni að ég væri eins og að verða hálf lasin illt í hálsi og með höfuðverk, ég var ekki fyrr búin að sleppa orðinu en hún hendir mér inní bíl og af stað í apótekið. Það lendum við (aðalega hún) á hálftíma spjallið við apótekarann. Sem er mér að góðu kunnur. því hann seldi mér vítamín um daginn. Sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að ég tek tíu töflur á dag jamms tíu ..10...
Ég varð strax svolítið eins og með varann á þegar hann byrjaði að valsa um apótekið og benda og benda. Svo er apótekarinn frekar sérstakur útlits,, allt í lagi með það og bara sjarmerandi, nema hann er ekki rangeygður heldur svona úteygður(ákkúrat öfugt við rangeygðuna, skiljiði) hann hlýtur að sjá næstum allan hringinn maðurinn. Og það verður einhvernveginn ekki mjög sannfærandi þegar hann byrjar að benda. En ég fer út með kínverska náttúrulyfjablöndu og þessa plástra. Kínverka lyfið var í þrem litlum brúnum glerflöskum svolítið eins og jagemaster. Ég átti skv. leiðbeiningum hans að blanda innihald hverrar flösku með sama magni af heitu vatni, milli mála, ekki södd ekki svöng og klára flöskurnar á einum degi. Sem ég gerði samviskusamlega og varð "a bit strange" en fekk svarið "no that was before" og þótti ógurlega sniðugt. En ég er bara brött núna reyni borða hollt og sofa vel.

Það var gaman í gær því ég gat hringt heim fekk svona skype símainneign og svo á ein japanska skvísan hér skype síma, sem stungið er í tölvu og getur malað í tíma og ótíma. Ég gat s.s. spjallað við Hjalta og náði að vekja drenginn klukkan rúmlega tvö og svo gat ég rétt spjallað við Hrein sjóara sem er í stuttu stoppi...og svo hann Dóra í Ameríkunni... fekk svolitla heimþrá og langaði í kjötbollur með rabbabarasultu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home