Wednesday, February 28, 2007

tunglið tunglið

Sæl ...................
Ég var að koma úr göngutúr, hef oft farið í göngu hér í garðinum sem er mjög fallegur. Stofnunin er staðsett í skógarhlíð (220m. yfir sjávarmáli) og er garðurinn hannaður í nokkrum mismunandi flötum með brekkurm og tröppum á milli. Svo eru leirlistaverk um allt svæðið eftir mismunandi listamenn sem koma alstaðar frá. Þau eru náttúrulega eins mismunandi og þau eru mörg.............. Á efsta svæðinu er listasasafnið og þangað gekk ég í dag og bak við það er yndislega fallegt svæði, þá er maður komin uppá toppinn á hlíðinni og sér niður hinummegin. Skógurinn er skemmtilegur og ákkúrat á þessum tíma(eða kannski hef ég bara ekki skoðað nógu vel) er bambusinn svo fallegur. Mjóar langar stangirnar eru mismunandi grænar og út í brúnt, rendurnar á stönlunum eru líkan mismunandi á litinn svo er laufbrúskur efst fínleg ljósgræn blöð sem hreyfast fjörlega í köldum vindinum. (sem er í dag) Þegar maður kemur þarna upp getur er hægt að sjá sólina setjast hún verður svo fallega rauð (næstum því eins og japanski fáninn) Tunglið er líka alltöðruvísi séð héðan en heima. Best að spyrja ..... við segjum vinstri vaxandi, hægri hverfandi. Hvað er sagt hér..... umm best að athuga það. Eins og karlinn í tunglinu horfi á tærnar á sér...

Það var frekar skrítið að koma á vinnustofuna í gær mér fannst ég alveg vera búin að vinna það sem ég ætlaði. Ég brenni hrábrennslu á sunnudaginn og ekki mikið sem ég geri úr þessu enda er ég komin með fullan ofn....og ekki tími til að þurrka leirinn á svona skömmum tíma. Ég er með smá tilraunir í gangi, ekki annað. Svo eftir þessa törn er núna frekar rólegt og ég farin að hugsa um glerunga, transfera og uppsettningu á verkunum...

Er að hugsa um að gerast aðstoðarmaður í anagama brennslu í næstu viku gæti verið gaman og fróðlegt.....Ein skosk kona sem ætlar að brenna hjá meistara hér í bænum....og sárvantar lipran aðstoðarmann...brennslan tekur reyndar fjóra daga subbubjallan ætlar aðeins að reyna að hjálpa til.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home