Wednesday, March 21, 2007

Sæl verið þið...
Nú erum við Dóri í Tokyo komum með hraðlestini(sinkansen) í gær. Við erum vel staðsett á litlu hóteli með nettenginu !!!
Opnunin á sýningunni var fín allt öðruvísi en við erum vön heima. Galleríið er á þremur hæðum og voru opnanir á þeim öllum. Boðið var uppá japönska litla rétti og bjór með ansi huggulegt. Ég fekk þann allra stæðsta blómvönd sem ég hef fengið á ævinni trúlega meter á breidd og 80 sm. á hæð!! frá ræðismanninum á Kyoto Kanji Ohashi og sendiherranum í Tokyo. Um kvöldið fórum við út að borða í boði sendiherrans Þórðs Ægirs Óskarssonar undir magnaðri leiðsögn Halldórs Ásgeirssonar listamanns..
Við enduðum kvöldið hjá japönskum vini Þórðs sem rekur bar í Gion ( elsta hluta Kyoto) sátum saman á gólfinu á tatami mottum í litlu herbergi á annari hæð en húsið er 110 ára gamalt "geisu hús". Mjög gaman.

Saturday, March 17, 2007

sakura sakura og bless i bili

nokkrar línur áður en ég fer héðan.. hef ekki verið dugleg að blogga sorry.

En það er helst að brennslurnar gengu vel hjá mér nema ég sveið svolítð af hárinu þegar ég kíkti í ofnin og æsingurinn var að fara með mig. En lyktin var nú kannski magnaðari en skaðinn.

Hér hef ég greinilega náð að þró með mér persónulegan brennslustíl í þessum gasofnum sem ég hef verið að nota. Mínar brennslur taka alltaf nokkrum klst. lengur en hjá öðrum og þykir nokkuð fyndið. En ég er ss sátt við útkomuna hef pakkað í kassa og gert klárt fyrir sýninguna, tekið til í herberginu og pakkað.
Síðustu dagar hafa verið frekar annasamir hér því ég hef verið með annan fótinn á "rennsluworkshop" hér er einn japanskur snillingur með kúrs í gangi.......magnað.

þá segi ég bless í bili er á leið til Kyoto verð þar næstu daga fer svo til Tokyo með mínum heittelskaða og verð þar í nokkra daga og vitið hvað!! við náum trúlega SAKAURA tímabilinu eða þegar kirsuberjatrén blómstra. ( blómin standa í viku) Því er spáð að það gerist óvenju snemma í ár, því hér hefur verið fremur hlýtt í vetur (þó sá hiti hafi alvega farið framhjá mér)
Hlakka til að sjá ykkur..
subbubjallan

Wednesday, March 07, 2007

nudd brennsla og vökustaurar

Sæl verið þið.
Nú er ég að brenna leirinn sit uppi eins og vökustaur og bið eftir að ofninn nái topp hitastigi. Það gæti nú verið bið á því svo ég er alveg róleg enn.
En ,,,ég fór til Kyoto sl föstudag, greip tækifærið því var að ljúka við leirvinnuna og leirinn kominn þurkkun. Hafði sossum ekkert sérstakt erendi nema að frílistast. Svo þar sem ég er að rölta um borgina rak ég augun í auglýsingaskilt hjá fótanuddstofu sem var bara einum of girnilegt fyrir þreyttar tær. Mér fannst ég nú aldeilis hafa unnið mér inn fyrri svona meðferð. Ég á staðinn og eftir smá misskilning og samskiptaörðuleika var ákveðið að fara í fóta og höfuðnudd en sleppa öllu þar á milli!!!! áður en ég vissi var ég komin í fínar stuttbuxur og bol og í básinn. Nema þegar ég er búin að liggja með tærnar í bleyti í smá stund er mér vísað á bekkinn. Þá byrjaði ballið maður lifandi......ég hélt hún mundi murka úr mér lífið konan eða svona næstum,,, en hún nuddaði af mikilli kunnáttu og var mjög sannfærandi allan tíman. Höfuðnuddið var nú bara notalegt miðað við hitt og ég óskaði mér að ég hefði höfuð tvö.....varð pínu vönkuð á eftir. Þegar ég er rétt komin útfyrir dyrnar þá hitti ég Halldór myndlistamann sem er búsettur í Kyoto það var nú meiri tilviljunin, skemmtileg og óvænt. Við fengum okkur kaffi og fórum síðan að skoða meiriháttar búð sem selur all mögulegt fyrir calligraph, pennsla og blek oþh. Búðin hefur trúlega verrið óbreytt undanfarin 400 ár og gott ef sama starfsfólkið er ekki enn þarna við vinnu. Gaman gaman...
Nú verð ég að kíkja á ofninn. klukkan rúmlega þrjú allir í fastasvefni nema tveir japanskir listamenn sem voru að súpa sakí og hafa fengið aðeins of mikið í aðra tánna..en gott að vita af þeim í eldhúsinu þó þeir séu orðnir ölvaðir og eru búnir að gera eina tilraun með að sjóða spaghetti....... Jamm þetta tosast nú fer ég að verða stressuð á að missa niður pressuna á ofninum ég kíkji á hálftíma fresti er að horfa á einhverja körfuboltamynd sem er að taka einkennilega stefnu...vona að það haldi mér vakandi..Hálf fimm og ofninn ekki búinn að ná toppi þeir félagar að koma sér í ból ..... best ég fari í ofnaherbergið því nú fer spennan að ná toppi....
Bless í bili