Wednesday, October 26, 2011

brennsla baðhús og opnun




jæja elskurnar...

Í morgun var síðustu ofnarnir frá mér settir af stað...í bili amk. Lítill prufuofn og svo transferbrennsla...þá er aftur að krossa fingur.
Eftir að ofnarnir voru ræstir fórum við nokkur með strætisvaginum á dásamlegt baðhús þar sem er boðið uppá bað uppá japanskan máta með smá auka tvísti..
Maður byrjar á því að þvo sér hátt og lágt sitjandi á litlum kolli með sturtu og forláta tréstamp. Nóg að sápu og sjampói...síðan er farið í heitan pott með bleiku vatni vel heitu og marað í nokkra stund síðan farið í pott með nuddi...Þvínæst í útipott vel heitan síðan í bænasturtu ( sem er með tvem stútum sem beinast beint á axlir gott er að hafa lófa saman við nef og handleggi í 90 gráðum..eins og búddamunkur.
Síðan var það steinalaug með ýmiskonar söltum dásamlegt...vorum í einn tíma í vatni..Gáfum okkur góðan tíma til að klæðast og hafa það huggulegt með grænt te og fallegt súpersnyrtilegt umhverfi...hittum greinilega á mjög rólegan tíma dags og viku!!... Fengum okkur svo að borða á veitingastað þarna við...Baðhúsið er hluti af æfingarsvæði fyrir golfáhugafólk,,,risastór golfvöllur, reisuleg gistihús og hótel.
Eftir að við komum heim var haldið uppá opnum hjá Alexander Clinthorn sem hefur verið hér að vinna...ungur og efnilegur stákur...sem gerir áhugaverða hluti í leir..Við vorum flest klædd í dásamlega falleg japönsk vinnuföt sem okkur voru gefin af japanskri konu sem er hér að vinna Makikó súperkokkur... Skemmtilegt uppátæki það.
Klukkan bara rúmlega níu og mér finnst ég hafa verið vakandi í sólahring...best að skella sér í háttinn...góða nótt elskurnar...subbubjalla


0 Comments:

Post a Comment

<< Home