Saturday, October 22, 2011

Myndirnar tók ég í Kyoto í gær. Við heimsóttum fallegt safn sem var áður heimili og vinnustofa Kawai Kanjiro, hann lést 1966. Hann er mjög þekktur vann m.a. með Bernard Leach.
ofninn sem tekur amk. viku að brenna....engin smásmíði.
heimilið sem gert hefur verið að safni....ótrúlega fallegt. Myndin er tekin af efri hæðinn niður í garðinn sem liggur að vinnustofunni.
Það var dásamlegur dagur í gær, mátulega heitt og allir gluggar uppá gátt. En á köldum vetrardegi í Kyoto....birrr...þá verður nú kalt hérna inni.



jæja...nú er brennslan enn í fullum gangi og ég að verða stressuð...allir farnir heim s.s. enginn til að kalla til ef allt fer í kaldakol...
Ég stökk út í sjoppu áðan til að fá mér ís aðeins til að kæla stemminguna niður...keypti sex greentea isa...borðaði tvo á leiðinni til baka og var að sporðrenna þeim þriðja..en áfram sama spennan...svo þetta virkar ekki..best að kíkja á ofninn...knús á ykkur ...

1 Comments:

Blogger Emilía said...

ég væri alveg til í að búa þarna!! :) hafðu það gott.. knús frá okkur öllum..

October 22, 2011 at 4:05 AM  

Post a Comment

<< Home