Monday, February 12, 2007

bilstjoratyggjo og grænt kitkat

Ég svaf alla leið til níu í morgun,, því ég helt að hér væri frí eins og venjan er á mánudögum....þá eru vinnustofurnar ekki upphitaðar. Nei nei þá var frídagur í Japan gær sunnudag og þegar frídagur kemur upp á sunnudag þá er gefið frí á mánudegi. Svo það var aukafrí í dag og svo verður venjulegt mánudagsfrí með kaldri vinnustofu á morgun :-) En það er sem betur fer aðeins að hlýna hérna .
Við Joshí (sem er á bíl) fórum að skoða mjög fallegt keramikstudío hér í þorpinu þar eru þrír keramikerar eru með aðsöðu, faðir og tveir synir hans. Stórar vinnustofur með nokkrum ofnum þam. tvemur japönskum ANAGAMA ofnum sem eru stórir viðarbrennsluofnar. Það getur tekið allt að viku að ná fullum hita í svona ofnum og þá er stöðugt verið að henda brenni inní ofninn!!! Útkoman getur verið óútreiknanleg en mjög falleg.
Okkur var boðið í betri stofu eins og fengum við "treat" eins og stóru kúnnarnir fá,, okkur var fært te og hlaupbiti sem borðaður er með trépinna og kraup eignkona húsráðanda á gólfinu og hélt okkur félagskap á meðan við nutum veitinganna .. mjög gott... svo uppgötvaði ég green tea kitkat súkklaði í búðinn í dag,,, ótrúlega gott og flott svona grænt....Joshi bauð mér tyggjó á heimleiðinni sem er svo sterkt að maður tárast fyrst þegar maður tyggur það en það er sérstaklega gert fyrir syfjaða bílstjóra!!best ég flyti svoleiðist inn til landsins líka, með öllum hitaplástrunum sem ég ætla flytja inn í gámvís.

1 Comments:

Blogger Ruth Bergs said...

jæja nú hlýtur þetta að takast! Prufa 13 ;-) - kv Ruth sem var að gerast bloggari til að ná að svara þér hérna!

February 13, 2007 at 4:47 AM  

Post a Comment

<< Home