Thursday, September 23, 2004

a goðri leið

Aðeins meira af nuddi!!!
Já ég fór í nudd í gær ég held því fram að það hafi verið nuddstólnum fyrir að þakka!! Eg kvartaði undan eymlum í öxlunum við eina vinkonum mína japanska. Mér hafði verið bent á heima, að ég yrði að fara í nudd í Japan það væri algjört must. Svo er ég rétt að byrja að undirbúa jarðveginn, minnist á öxlina. Sem var enginn lygi ég er búin að vera hálf aum en ekki kvalin. Ég sá fyrir mér svona stemmingu eins og er hjá Shiva indverska nuddarananum heima.(mæli með að allir prófi það) Ég sá s.s. fyrir mér svoleiðist huggulega stemmingu með karrýolíu mareneringu, reykelsi og róandi tónum. Ég var ekki búin að sleppa orðinu MASSAGE þegar konan rífur upp gemmsann og er komin á línuna til að bjarga málum. Svo er ekkert meira með það að mér er skuttlað upp í bíl og af stað.
Hlykkjuðums um þröngar göturnar í góða stund og svo komnar á staðinn. Enginn indverksk karrystemming þar heldur maður í hvítum slopp sem vísaði mér í stórt herbergi með litlum bekkjum í röðum. Og ég var látin leggjast á magann á einn slíkan. Þeir voru svo þétt raðaðir bekkirnir að ég hefði getað klórað gömlu konunni við hliðina á mér á bakinu, án þess að rétta úr handleggnum. Svo var gríðarlega sterk bláköld lýsing á stofunni að ég held þeir hljóti að hafa séð í gegn um mann og sparað sér rönkengræjurnar í leiðinni. Lítið sjónvarpstæki var í gangi í einu horninu, hátt stillt, ansi blönduð stemming.
Svo túlkaði vinkona hún mín og ég gat ekki betur séð af látbragðinu að hún hafi verið að lýsa meðferðínni í stólfjandanum í þaula.... Allavega þá fekk ég eitthvert rafmagnstæki á axlirnar í fimmtán mínútur til að hita upp svæðið, síðan nudd og aftur hiti. Að lokum fekk ég einhverja sogbolla á axlirnar í góða stund, ku vera gott til að auka blóðrennslið. (geng svo um með gríðarlega sogbletti á sitthvorri öxlinni) Hann gaf mér líka einhverskonar grisjur sem ég átti að hafa í öxlunum í sólahring. Risastór plástur með einhverju grasa náttúrefni í sem lyktaði og LYKTADI. Lyktin var svo mögnuð (ekki slæm bara stór) að ég svaf varla dúr meðan ég hafði þetta á mér.
OG SJÁ, ég snarlagaðist í öxlunum við þessa meðferð, svo þetta endaði eins og góð ævintýri gera gjarnan.
Nú fer ég til Tokyo og verð næstu daga, stíf dagskrá allan tíman er hrykalega spennt.

Bestu kveðjur og endlega slakið á í öxlunum meðan ég er í burtu.

Suppubjalla

0 Comments:

Post a Comment

<< Home