karl með kött
Þá er það sagan af japans partýinu .....Við vorum sjö sem fórum héðan eingöngu þeir sem eru hér listamenn í skemmri eða lengri tíma. Það var yfirmaður staðarins sem var svona rusnarlegur að bjóða okkur. Hann var nú búinn að fá sér hressilega í aðra tánna þegar við mættum á staðinn. Og var það honum mikið kappsmál að allir drykkju sem mest, allir áttu að nota tækifærið að hans sögn og fara á almennilegt fyllerí.
Svo sátum við úti og grilluðum ýmislegt góðgæti kjöt,fisk, grænmeti. Hérna er grillað öðruvísi en heima, alltaf verið að setja litla bita á grillið og tíma svo uppí sig um leið og þeir eru tilbúnir. (skemmtileg stemming, enda hægt að sitja úti án þetta að eiga á hættu að veikjast hættulega) Svona er setið við í góða stund og drukkið með. Rauðvín, saki og þeir hörðust fengu sér viski með matnum. Verulega smart.
Svo var okkur boðið inn aftur í þetta líka fína hús, "stórt og ríkmannlegt" enda karlinn forríkur með einn kött í heimili. Karlinn á þennan forláta stól NUDDSTÓL engin smá mubla það. Allir æstir í að prófa það var meira ævintýrið. Maður skorðast niður, kálfarnir eru alveg fastir, klemmast inní stólinn. Kannski eins gott því þegar átökin byrja við bakið þá er eins gott að vera festur niður. Eg hélt ég myndi hendast á gólfið í látunum.
Svo er hann líka með karokígræjur og allir að syngja hörku fjör. Eg hélt mér við Bítlana og Eric Clapton, átti svolítið erfitt með japönsku lögin. Svolítið öðruvísin stemming en maður á venjast, en skemmtileg.
Rosalega kósí salernið, klósettsetan var upphituð, milljón litir takkar, allt á japönsku. Ég helt ég hefði eyðilagt græjurnar þegar loksins sturtaðist niður.
kling, klíng og klíngbjalla
0 Comments:
Post a Comment
<< Home