Saturday, September 18, 2004

tekatlar og grænir lokkar

Nú er laugardagskvöld hjá mér.......fórum nokkrar að skoða spennandi leirbrennsluofn sem staðstettur er hér á lóðinni. Þetta er dæmigerður ANAGAMA ofn, japanir hafa brennt sinn leir í svoleiðist ofnum frá því um árið 1200. Nú á s.s. að fíra upp í honum á morgun og við fórum að skoða meðan meistararnir athafna sig.
Ég var einmitt að skoða lítinn teketill sem var gerður af meirtara hér í þorpinu. Sá höfðingi er að vera áttræður og enn á fullu "swingi" hefður meira að segja verið að kenna hér á staðnum. Læt verðið á tekatlinum fylgja svona að gamni. 40.000 íslenskar krónur. Svona eru hlutirnir afstæðir eftir því hvar maður er staddur. Ekki svo rosaleg æskudýrkun hér í Japan!!!!
Er vongóð um að ég verða svona hress um áttrætt . Sá taktur er reyndar svolítið í minni ætt að hressast gífurlega eftir fertugt og halda fullum dampi þangað til yfir lýkur, sem er oft ekki fyrr en um tírætt!!!
Mér bauðst að setja hluti eftir mig í ofninn, spennandi að sjá hverning það kemur út.
Nú fer að koma að útkomu úr tilraunum í leirnum, þá er alltaf spenningur í lofti.

Það er einn ungverji hér her að vinna, heimsþekktur í leirlistaheiminum og víðar......hann er mjög léttur og skemmtilegur karl. Hann trúlega kominn yfir fimmtugt og aflitar á sér hárið þannig að það er svolítið gult. Bara flott. En svo var hann í skærgrænum bol að vinna og kófsvitnar í þessum djöflagangi og hita. Nema hvað, bolurinn litaði svona flott á honum hárið að aftan eins og það hafi verið gert á hárgreiðslustofu. Ég sló á létta strengi og spurði hann hvort hann væri að breytast í frosk......hann kom alveg af fjöllum, maðurinn!!! Svo tók ég mynd af hnakkanum á honum og þessum fínu lokkum sem lágu svona grænir og fallegir við hálsinn. Og sýndi honum.........mikið hlegð.....

Bless og góða nótt,


0 Comments:

Post a Comment

<< Home