Sunday, September 12, 2004

úr lofti

Það var nú heldur betur stuð hér í dag.......
Fórum nokkrar í þyrluflug alveg óvænt. Þanning var að það var handið uppá "hinn árleg slökkvuliðsmannadag" hér í garðinum hjá okkur í dag. Þetta er náttúrulega enginn smá garður utanum keramik centerinn. Kannski eins og 4x Hljómakálagarðurinn með söfnum, vinnustofum, skrifstofum og öllu tilheyrandi. LUXUS.
Hér fylltist s.s allt af slökkvulísbílum með tilheyrandi hljóðum fólk og dreyf af úr öllum áttum, sannkallaður fjölsyldudagur. Slökkvuliðsmenn sýndu græjurnar sem þeir nota og hverning á að veita fyrstu hjálp oþh. og svo var farið í ýmisa leiki(sem ég setti mig ekki inní) Gagnlegt og gaman.
Hægt var að skrá síg í útsýnisflug í þyrlu á þartilgerða miða sem síðan voru þeir heppnu dregnir úr.( og komust færri að en vildu) Og hverjir lendu svo í fyrstu ferðinni við dömurnar úr keramikinu, auðvitað. Við vorum fimm sem fórum, ég var sú eina sem hafði flogið í svona tæki (lúksusrotta) þetta var mjög gaman. Það var gaman að sjá staðsettningu staðarins úr lofti allstaðar skógur í fjalllendinu og hrísgrjónaakrar í dölunum. Very nice.
bjölluspjall




0 Comments:

Post a Comment

<< Home