Hristist svolitið og skelf
Ætlaði að vera svo dugleg að skrifa....isss
Hef verið að hristast og skjálfa hér í Japan í jarðskjálftum undanfarna daga. Er staðstett norður af Kyoto og aðeins fengið að kynnast geðillsku nátturunnar. Fólkið hér í kringum mig, sérstaklega japanir, taka þessu með mikilli ró.
Toppurinn á tilverunni var um daginn þegar ég fór að skoða verk Tadao Ando THE CHURCH OF LIGHT í Osaka. Ótrúlega falleg kirkja. Fórum nokkur saman, ekkert okkar hafði séð kirkjuna áður. Ég hafði aðeins séð hana í arkitektabókum og blöðum og alltaf langað að soða "live"svo þetta var mikil upplifun!!! Skoðaði líka í þessari sömu ferð almenningsgarð sem var hannaður fyrir heimsýninguna 1970 æi Osaka hann var tómlegur svona í miðri viku en er víst líflegri um helgar. Fórum líka í miðbæ Osaka það var mikið fjör, fjöldi fólks (eins og flópbylgja) og auglýsingaskiltin um allt. Mjög geggjað eftir að dimma tók.
Svo endalaust margt að sjá.
Japansbjalla
0 Comments:
Post a Comment
<< Home