Wednesday, September 15, 2004

gleðinnar gleðinnar

Jæja þá í þetta sinn....Nú hefur verið rólegt hjá mér í dag. Hugmyndir sem ég hafði í kollinum gerðu uppreisn og hef ég enga stjórn lengu !!!!
Vinkona mín, Trees (mæjóneskonan frá Belgíu) er farin til Kyoto. Hún er í raun búin að ljúka við verkefnið sitt hérna en ætlar að nota tækifærið og ferðast í hálfan mánuð um Japan. Kemur síðan í heimsókn með unnustann til Shigaraki sem er líka keramiker. Við erum búnar að skipuleggja ferð til Tokyo í næstu viku.. Þar er endalaust hægt að skoða og skemmta sér. Meira um það seinna.
Fékk frábærar fréttir að heiman í dag, fékk styrk sem ég sótti um áður en ég kom hingað. Breytir töluvert miklu fyrir mig......jibbí dansað og sungið undir morgunn.......

Subbubjallan

0 Comments:

Post a Comment

<< Home