Saturday, September 11, 2004

heimsoknir ymisskonar

Jæja ég var við að fá taugaáfalll í dag.. jamms engin lygi. Þegar ég var á leið á vinnustofuna í rökkrinu um sex leytið í dag mætti mér snákur á gólfinu. urrrrrg ég stökk hæð mína í öllum herklæðum og gargari hraustlega. Mér brá hrottalega......Þau voru ekki lengi að sópa honum út, kollegar mínir á vinnusofunni. Hann var ekki nema ungi (að þeirra mati) kannski eitraður og fekk að halda lífi þessi elska. Þau vita greinilega ekkert um snáka nú er hann nefnilega að safna liði og kemur fljótlega með stóra bróðir sinn. humm..... vita nákvæmlega ekkert um snáka!! Hér eftir geng ég með kúst á bakinu!!!
Annað skemmtilegt, við vorum að reyna að panta hótelherberi í Tokyo á netinu. Það er eins og þeir reikni ekki með útendingum til landsin það er allt á japönsku hvernig á maður að panta hótelherbergi á japönsku. Við vorum fjórar í röð með tölvur mikil stemmig. Enda engin smá fjöldi hótela í Tókyo jemmminnn Tvær japanskar, ein íslensk(ég) og ein frá Belgíu. Þvílíkt fjör og misskilningurinn í toppi. Þetta er gaman...........þvílíkur hlátur, það við skemmtum okkur allar ekki bara ég.
Þetta er svona í búðinn (kaupfélaginu í Shigaraki) allt, allt á japönsku auðvitað, auðvitað við erum þar, en þegar maður ætlar að kaupa sjampó og kemur heim með majónes þá er þetta kannski full langt frá. Hummmmm Alltaf einhvernveginn á byrjunarreit þarf að spyrja um allt enda orðin rosa góð í látbragði.
Bjalla

0 Comments:

Post a Comment

<< Home