Thursday, September 16, 2004

mja mjaaaa

Mig dreymdi skrýtinn draum síðastliðna nótt. Einhvernveginn svona: Eg var að stússast á stóru nýtísku kúabúi sem var yfirhlaðið af nýustu tækjum og tólum til að mjólka kýrnar og þessháttar. Allt var nýtt, hreint og fínt. Flórinn eins og nýpússaður en yfirfullur af litlum sætum hvítum kettlingum!! Einkennilegur draumur, ikke!!
Nú vantar sko hana Önnu mína til að ráða þennan, það var einginn eins góður að ráða drauma eins og hún. (blessuð sé minnig þeirrar elsku) Eg hef verið að gæla við þá hugmynd að spyrja japönsku vinkonur mínar hérna á staðnumr hvort einhver þeirra kunni að ráða drauma.
Svo finnst mér það eitthvað svo fjarstæðukennt ég treysti mér varla ekki í þann umræðupakka með tilheyrandi misskilningi, ég hlæ alltaf eins og brjálæðingur get ekki hamið mig, því miður. Við erum svo misgóð í að gera okkur skiljanleg hérna. Mér finnst svo skemmtilegur svona misskilningur og hef alltaf fundist, hann er eitthvað svo óundirbúinn og óvæntur. Þanning að ég þarf að passa mig svolíðið (svo ég sé nú ekki móðgandi) sem gerir þetta náttúrulega enn meira spennadi. Reyni að halda umræðuefninu frekar á almennum nótum um sinn.

Bless í bili,




0 Comments:

Post a Comment

<< Home