Saturday, November 06, 2004

ligga ligga la

Sæl öll saman!!
Nú er kveðjuparýið búið það var haldin þessi líka svaka fína veisla í gærkveldi. Það byrjaðið á að ein ræstikonan sem vinnur hér og hefur tekið miklu ástfóstri við mig (og ég við hana) færði mér tómata og lauk. Við köllum hana "high attention" því hún talar linnulaust og hlær. Hún er yndisleg, algjör orginall þessi kona, hún heftur talað við mig daglega síðan ég kom, á japönsku reyndar, en það kemur ekki að sök, meira að segja japanarnir skilja hana ekki allltaf !!! Hún er alltaf færandi okkur eitthvað gaf mér t.d. nokkra smápeninga í sumar, laumaði þeim í lófann á mér og ekki möguleiki að afþakka.

Þegar byrjað var að undirbúa matinn var mér vísað úr eldhúsinu og eins og svo oft hér í Shigaraki bárust hlátrasköllin í takt við grænmetissaxhljóðin. Mikið hlegið og mikið saxað. :Það er eitthavð annað en á daginn þá er þetta fólk svo hljóðlátt á vinnusofunum eins og í leiðslu hlustar á tónlist í mesta lagi. Enda yrði enginn vinnufriður á vinnustofunni ef þetta fólk væri eins og það er í eldhúsinu...
Það var boðið uppá sérstakan vetrarrétt SUKIJAKI. Hann er eitthvað á þessa leið: Grænmeti saxað í hæfilega bita s.s. eins og t.d. sveppir, sveppaklasar hvítar og brúnir, púrrulaukur, gúlrætur sem voru skornar út eins og blóm, grænt salat, tófu og einhvað sem var serstaklega keypt i Kyoto og er eins og "hlaupbrauð" og svo brauð sem bleytt hafði verið í vatni og minnti mjög á svamp.
Þessu síðan raðað fallega á fat og borið fram ásamt nautakjöti í þunnum sneiðum. Síðan voru fitubitar (mör??) bræddir í potti á gashellu á borðstofuborðinu og kjötið steykt í því því næst var grænmeti raða ofaní pottana þartilgerðri sósu hellt yfir. Látið malla í ca. 5 mínutur, þá tók hver og einn egg og braut í litla skál og hrærði saman með prjónum (að sjálfsögðu) síðan dróg maður uppúr rjúkandi pottinum eftir þörfum og velti uppúr hráu egginu. Algjört æði þessi matur. Borðið fram með salati úr tómötum, avokató, lauk og salati, hrísgrjónum og hreðkupikkles.
Við gáfum okkur góðan tíma til að borða og brasa við borðið.
Í eftirrétt höfðu þessar elskur keypt tvær mega rúllutertur eina súkklaði og svo uppáhaldið mitt green tea tertu og ég fekk tvær sneiðar ligga ligga lá (af því þetta var mitt kveðjupartý) og kaffi.
Sama fjörið tók við þegar við fórum að vaska upp eftir matinn við erum orðin ansi góð í að henda leirtauinu á milli. Því það vilja allir vera í eldhúsinu og sá sem þurkkar hendir á annan mann sem hendir á annan og svo koll af kolli þangað til þetta lendir í eldhússápnum (en aldrei á gólfinu óneipp) Mikið fjör.
Síðan var hlustað á meiri tónlist, nafnspjöldum dreyft fram og tilbaka og hlegið aðeins meira. Ég fekk fallegar gjafir, ekta japanskan hálsklút, japönsk kerti, nælur eina frá Hollandi, Ungverjalandi og Japan, áhald undir prjóna (til að borða með), lítinn sætan feltdúk með lamadýri, bolla og ógleymanleg, falleg orð...kveð þennan stað með trega og tárum.
Jæja elskurnar mínar í fyrramálið fer ég snemma af stað til Naosíma eins og til stóð. Meira um það seinna....
Bless elskurnar mínar hlakka til að sjá ykkur heima 11 nóvember.
subbubjalla

0 Comments:

Post a Comment

<< Home