Monday, November 15, 2004

Litla paradisin Naoshima.............

Sæl nú!!
Ferðin til Naoshíma gekk svona glimrandi vel hjá mér. Ég hafði ekki gert mér i grein fyrir í upphafi að ég þyrfti að tvískipta um lest á leiðinni, en áttaði mig í tíma. Ég hafði allar upplýsingar frá Shigaraki útprenntaðar úr tölvunni í en japönsku!!! Og hafði fegið lauslegar upplýsingar og tvö stikkorð á ensku. "En það bjargast alltaf allt" eins og einhver sagði.

Svo ég endaði á þessari fallegu pínulitlu eyju þar sem búa uþb. 3.800 manns. Tók strædó sem keyrir hálfhring á eyjunni fram og til baka. Fór á endasöð þar sem "tjaldsvæðið" er í yndislegu umhverfi innanum fallegar byggingar og listaverk. Tjöldin standa uppi allt árið um kring og er um að ræða nokkur hringtjöld "Paó" sem eru gerð eru að fyrirmynd tjalda sem móngólar búa í og stærri tjöld öllu einfaldari að útliti sem eru fyrir stóra hópa.
Ég var ein (ásamt einni kongló) í fjöguramanna tjaldi sem hraustlega byggt á timburgólfi með trégrindarveggjum og lofti. Fjögur uppbúin rúm borð, náttborðum, eldhúsborð og stólar, rafmagni og hitara ofl. Á staðnum var nokkuð nokkrar byggingar s.s. veitingastaður, bókasafn og japanskt almenningsbað sem stóð manni til boða að kosnaðarlausu allan sólahringinn (eitthvað sem er sorglega óhugsandi hér heima, ekki satt??) Gistingin í tjaldinu ásamt kvöld- og morgunverði kostaði uþb. 5.500 isl.krónur.

Spölkorn frá tjaldsvæinu (10 mín ganga) er Benesse House Naoshima nútímalistasafnið staðsett, sem hannað eins og fleiri byggingar á eyjunni af Tadao Ando arkitekt og byggt 1992. Byggingin er spennandi hýsir bæði listasafnið og á tveimur efstu hæðunum eru nokkur hótelherbergi sem virðast rekin í samkrulli við safnið!! Ég gat því miður ekki skoðað þann hluta byggingarinnar þar sem ég var ekki gestur hótelsins.

Þema verkefnistins frá upphafi þarna á eyjunni hefur verið "náttura og list" og "saga og list". Og er mjög gaman að rölta um svæðið sem byður uppá yndilega náttufegurð og spennandi listaverk við nánast hvert fótmál!!
Frábær ferð en bara alltof stutt ég var í rúman sólahring á eyjunni og hefði getað hugsað mér að vera svo miklu, miklu lengur.
subbubjalla

0 Comments:

Post a Comment

<< Home