Tuesday, November 02, 2004

fallegt, fallegt..........

Fórum í morgunn í smáferðalag að skoða keramiksýningu. Bílferðin tók tvær klukkustundir og ekki hægt að segja að sýnigarsalurinn hafi verið í alfaraleið, neibb ekki aldeilis. Makalaust að við skyldum finna staðinn svona í fyrstu tilraun, en því er örugglega ekki mér fyrir að þakka. Eg bauðst reyndar til að vera á kortinu af því mér hlotnaðist sá heiður að sitja frammí, ferðafélagarnir voru einkennilega sammála um að það væri óþarfi!!!
Sýning var mjög spennandi pínulítil verk eftir Naoto Hasegawa sem minntu mig helst á hraun eða steina. Hann notar líka örlítið af gleri í verkunum sínum. Býr til lítil form holar þau og setur gler og glerung inní verkið og við brennsluna þennst leirinn út, breytir um lögun. Spennandi verk.
A bakaleiðinni skoðuðum við lika stórt safn og stóra keramiksýningu sem ég var sossum ekkert hrifin af (svo ég sleppi þeirri lýsingu) Í krigum safnið var mjög fallegur garður sem hægt var að skoða, fallegir haustlitir og mátulega heitt til að vera úti.
Keyrðum í Suzuka fjöllunum á leiðinni heim og stoppuðum á yndilsegum útsýnisstað í 820.m hæð og horfðum yfir Yokkaichi borg.
Óvænt og skemmtilegt hjá mér í dag.
subbuspjalla

0 Comments:

Post a Comment

<< Home