Saturday, March 17, 2007

sakura sakura og bless i bili

nokkrar línur áður en ég fer héðan.. hef ekki verið dugleg að blogga sorry.

En það er helst að brennslurnar gengu vel hjá mér nema ég sveið svolítð af hárinu þegar ég kíkti í ofnin og æsingurinn var að fara með mig. En lyktin var nú kannski magnaðari en skaðinn.

Hér hef ég greinilega náð að þró með mér persónulegan brennslustíl í þessum gasofnum sem ég hef verið að nota. Mínar brennslur taka alltaf nokkrum klst. lengur en hjá öðrum og þykir nokkuð fyndið. En ég er ss sátt við útkomuna hef pakkað í kassa og gert klárt fyrir sýninguna, tekið til í herberginu og pakkað.
Síðustu dagar hafa verið frekar annasamir hér því ég hef verið með annan fótinn á "rennsluworkshop" hér er einn japanskur snillingur með kúrs í gangi.......magnað.

þá segi ég bless í bili er á leið til Kyoto verð þar næstu daga fer svo til Tokyo með mínum heittelskaða og verð þar í nokkra daga og vitið hvað!! við náum trúlega SAKAURA tímabilinu eða þegar kirsuberjatrén blómstra. ( blómin standa í viku) Því er spáð að það gerist óvenju snemma í ár, því hér hefur verið fremur hlýtt í vetur (þó sá hiti hafi alvega farið framhjá mér)
Hlakka til að sjá ykkur..
subbubjallan

0 Comments:

Post a Comment

<< Home