Wednesday, March 07, 2007

nudd brennsla og vökustaurar

Sæl verið þið.
Nú er ég að brenna leirinn sit uppi eins og vökustaur og bið eftir að ofninn nái topp hitastigi. Það gæti nú verið bið á því svo ég er alveg róleg enn.
En ,,,ég fór til Kyoto sl föstudag, greip tækifærið því var að ljúka við leirvinnuna og leirinn kominn þurkkun. Hafði sossum ekkert sérstakt erendi nema að frílistast. Svo þar sem ég er að rölta um borgina rak ég augun í auglýsingaskilt hjá fótanuddstofu sem var bara einum of girnilegt fyrir þreyttar tær. Mér fannst ég nú aldeilis hafa unnið mér inn fyrri svona meðferð. Ég á staðinn og eftir smá misskilning og samskiptaörðuleika var ákveðið að fara í fóta og höfuðnudd en sleppa öllu þar á milli!!!! áður en ég vissi var ég komin í fínar stuttbuxur og bol og í básinn. Nema þegar ég er búin að liggja með tærnar í bleyti í smá stund er mér vísað á bekkinn. Þá byrjaði ballið maður lifandi......ég hélt hún mundi murka úr mér lífið konan eða svona næstum,,, en hún nuddaði af mikilli kunnáttu og var mjög sannfærandi allan tíman. Höfuðnuddið var nú bara notalegt miðað við hitt og ég óskaði mér að ég hefði höfuð tvö.....varð pínu vönkuð á eftir. Þegar ég er rétt komin útfyrir dyrnar þá hitti ég Halldór myndlistamann sem er búsettur í Kyoto það var nú meiri tilviljunin, skemmtileg og óvænt. Við fengum okkur kaffi og fórum síðan að skoða meiriháttar búð sem selur all mögulegt fyrir calligraph, pennsla og blek oþh. Búðin hefur trúlega verrið óbreytt undanfarin 400 ár og gott ef sama starfsfólkið er ekki enn þarna við vinnu. Gaman gaman...
Nú verð ég að kíkja á ofninn. klukkan rúmlega þrjú allir í fastasvefni nema tveir japanskir listamenn sem voru að súpa sakí og hafa fengið aðeins of mikið í aðra tánna..en gott að vita af þeim í eldhúsinu þó þeir séu orðnir ölvaðir og eru búnir að gera eina tilraun með að sjóða spaghetti....... Jamm þetta tosast nú fer ég að verða stressuð á að missa niður pressuna á ofninum ég kíkji á hálftíma fresti er að horfa á einhverja körfuboltamynd sem er að taka einkennilega stefnu...vona að það haldi mér vakandi..Hálf fimm og ofninn ekki búinn að ná toppi þeir félagar að koma sér í ból ..... best ég fari í ofnaherbergið því nú fer spennan að ná toppi....
Bless í bili

0 Comments:

Post a Comment

<< Home