Wednesday, March 21, 2007

Sæl verið þið...
Nú erum við Dóri í Tokyo komum með hraðlestini(sinkansen) í gær. Við erum vel staðsett á litlu hóteli með nettenginu !!!
Opnunin á sýningunni var fín allt öðruvísi en við erum vön heima. Galleríið er á þremur hæðum og voru opnanir á þeim öllum. Boðið var uppá japönska litla rétti og bjór með ansi huggulegt. Ég fekk þann allra stæðsta blómvönd sem ég hef fengið á ævinni trúlega meter á breidd og 80 sm. á hæð!! frá ræðismanninum á Kyoto Kanji Ohashi og sendiherranum í Tokyo. Um kvöldið fórum við út að borða í boði sendiherrans Þórðs Ægirs Óskarssonar undir magnaðri leiðsögn Halldórs Ásgeirssonar listamanns..
Við enduðum kvöldið hjá japönskum vini Þórðs sem rekur bar í Gion ( elsta hluta Kyoto) sátum saman á gólfinu á tatami mottum í litlu herbergi á annari hæð en húsið er 110 ára gamalt "geisu hús". Mjög gaman.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home