Thursday, January 25, 2007

panikkk

Jæja elskurnar...

Það munaði engu að ég fengi taugaáfall í gærkveldi og aftur í morgun. Þannig er að tölvan mín fína getur haft þessi svakalegu áhrif. Svo er alltaf talað um að tölvutæknin létti manni lífið. Fyrir mína parta dreg ég það stórlega í efa. Ég var s.s að opna skjöl sem ég fekk á disk frá galleryinu í Kyoto, þar mun ég sýna í mars. Upplýsingar um opnun, logo oþh. Nema þegar ég ætla að vista skjalið þá fer allt að blikka á skjánum það vantaði bara babú babú og reykjarmökkinn. Þetta hefur reyndar gerst tvisvar áður en þá var ég svo sannalega ekki símalaus í Japan !! En ég gat sem betur fer náð sambandi við
elsku Emmu san og Henning san í Ameríkunni. Þau björguðu málum því ég gat notað tölvu á staðnum og eftir fjórtán pósta ............og sjá. Það er engin spurning um fálkaorðuna og humarveislu fyrir þau hjónin....

Annað bara við það sama..ég er að brenna prufur í dag þá þarf ég að kíkja á ofninn á ca. klukkutíma fresti og hækka og lækka
eftir því hversu hratt hann brennir. Þetta er reyndar rafmagns prufuofn en ekki gas ofn eins og ég kem til með að nota. En gefur mér smá hugmynd hvort ég er ekki örugglega á réttri leið með glerunginn oþh....
Best að kíkja á ofninn,
subbubjallan

2 Comments:

Blogger svessi said...

Hæ! Svessi Her (sambílingur Brynju) óska þér til hamngju með afmælið, frá mér og fjölskildunni (hennar)vona að allt fari að ganga að óskum. Hægt er að hafa samband á e-mail brynja53@simnet.is, eða svessi@simnet.is og að sjálfsögðu munum við filgjast spennt með framgangi mála hjá þér! Það væri líka gaman ef þú gætir sent okkur e-mailin þinn veit að Brynju langar að vera í bandi! Gangi þér allt í haginn!

January 28, 2007 at 1:20 PM  
Blogger svessi said...

Afsakaðu en netfangið hjá Brynju er brynjan@simnet.is

January 28, 2007 at 4:53 PM  

Post a Comment

<< Home