Sunday, January 21, 2007

vinna og vettlingar

Jæja elskurnar....
Nú er ég rétt að ná áttum eftir ferðalagið. Sálin mætti trúlega á svæðið í gær!! Það hefur farið heilmikil orka í að snúa sólahringnum enda gert með handafli í þetta skiftið.

Ég var mikið glöð að sjá að starfsfólkið er nánast það sama og var hérna 2004 meira að segja skúringarkonan sem
ég tók sérstöku ástfóstri við, vinnur enn á staðnum. Það fyrsta sem þessi elska gerði þegar við hittumst var að gefa mér
bakaða sæta kartöflu. Mín alltaf söm við sig !! og ekki nokkur leið að afþakka (trúlega nestið hennar) . Svo það var ekki um annað að ræða en skella henni í örbylgjuna og borða hana með bestu lyst. amminamm. Ég vona bara að hún fari ekki að vera með þennan höfðingskap daglega. Það færi alveg með mig.

Ég er búin að koma mér fyrir í litla herberginu enda lítið mál þegar radíusinn minnkar snögglega. Ef ég stend í miðju herberginu get ég teygt mig í allt!! Bara krúttaralegt.
Ég fór daginn eftir að ég kom og keypti leir svo ég byrjað að vinna. Ég nota sama leirinn og síðast, ljósan, grófan, algjört dúndur svo ætla ég að prófa nýja týpu af svörtum leir sem lofar góðu. Svolítið skrítið að byrja að vinna, leirinn hann er mjög blautur og ískaldur. Hér hefur verið frekar kalt en vinnustofan og herbergin eru upphituð en gangar og tengibyggingar kaldar. Í dag mánudag er ekkert starfsfólk á staðnum og vinnustofur ekki hitaðar upp. Svo ég fekk að láni einhvern dularfullan olíuofn sem ég hef við hliðina á mér þar sem ég stend við vinnu, þá get ég sleppt húfunni og vettlingunum!
Ég er komin í hörku vinnustuð enda eins gott því tíminn er naumur.
Best að skella sér aftur á vinnustofuna með heitt grænt te...
subbubjallan

0 Comments:

Post a Comment

<< Home