Tuesday, January 30, 2007

Takk fyrir afmæliskveðjurnar elskurnar..
Allt gott af þér,, finnst ég bara vinna og sofa um þessar mundir. Ég fór reyndar í leiðangur fyrir stuttu, við skruppum þrjú saman í næsta þorp í innkaupatúr í byggingarvöruverslun. Það er alveg frábært ég var eins upprifin og á góðri myndlistasýningu.
Eg náði reyndar ekki að skanna nema svona 20% af búðinni verð að reyna að komast þangað aftur og gefa mér
betri tíma. Það væri kannski ekki vitlaust að taka með sér nesti líka!
Við notuðum ferðina og skruppum í matvörubúð í leiðinni það ku vera dýrt kaupfélagið hér hjá okkur í Shigarki.
Ég gerðist nú heldur djörf í innkaupum
og keypti mér fiska í matinn já þrjá litla sæta..... einhverskonar ...gúbbífíska og þykja mjög góðir grillaðir. Ævintýrðið náði ekki alla leið á pönnuna því með einhverjum dularfullum hætti hurfu fiskarnir úr innkaupapokanum. Við vorum reyndar á
pallbil og settum pokana á pallinn kannski hafa þeir hrokkið af ,,allavega er málið allt hið einkennilegasta.

Það var yndislegt veður hér í dag stafalogn, sól og nokkuð hlýtt. Minnti á mig á vorið og til að fá ennþá meiri stemmingu
fór ég í hjólatúr í þorpinu.. Hjólið minnti mig á hjólið sem systur mínar áttu og gat ég ekki annað en brosað þegar reyndi að ímynda mér hverning þær deildu þeim kostagrip með sér!! Kannski hef ég aldrei almennilega komist útúr "Ég fekk ekkert hjól eins og hinir krísunni" Ég allavega naut mín í botn í þessum hjólatúr enda heyrði ég engan hrópa:: NÚ MÁ ÉG, NÚ MÁ ÉG.....
Ubbs nú er verið að kalla á mig í japanskan desert og sætindi.. Ég var nefnilega að ljúka við að borða þá er gott að setjast fyrir framan tölvuna..............bið að heilsa í bili....subbubjallan

2 Comments:

Blogger Brynja said...

hæ Kristín gaman að vera í sambandi ,gott veður í dag ég gekk niður Laugarvegin , hafðu það gott.heytumst.

January 30, 2007 at 12:37 PM  
Blogger Emma said...

hæhæ.. það er nú meira vesenið að þurfa að vera með blogg hér til þess að kommenta.. en nú er ég búin að skoða þetta og get hjálpað þér að laga þetta.. þannig að við ræðum bara saman í kvöld..

anyways.. ég held þú sért ekki komin yfir þetta hjólaleysistímabil því ég man ekki betur en þú hafir horft löngunar augum á mitt hjól og hertekið það svo bara þegar ég flutti til Ameríku! ha..

hafðu það gott..
kv. dóttirin í Ameríku

January 31, 2007 at 5:51 AM  

Post a Comment

<< Home