Thursday, August 26, 2004

heilstuspira

Hélt ég hefði allan tímann í veröldinni hér í Japan en það er sko öðru nær. Hef sjaldan haft meira að gera. Fórum nokkur saman til Kyoto í gær byrjuðum á að fara á flóamarkað sem var með þeim flottar sem ég hef séð. Bæði voru svo fallegir munir til sölu og fólkið allt svo elskulegt. Andúmsloftið afslappað og engin læti eins og maður er vanur á svona flóamörkuðum annarsstaðar. Engin hróp og köll..... Keypti mér kímanó algjört gegg...á nix pix pening. Hefði þurft miklu lengri tíma, komst ekki yfir nema brotabrot af svæðinu.
Fórum á tófúkaffi fékk ýmsar gerðir af tófú kom á óvart hversu spennandi er hægt að matreiða þann bragðlausa fjan.. Algjört heilsufæði, meira segja fundum við tófúísbúð í nágrenninu og fengum okkur að sjálfsögðu svoleiðis (sem bragðaðist eins og hann hljómar, tófúís!!!hvernig hljómar það ??)
Japanir eru greinilega flestir mjög meðvitaðir um hvað þeir borða og hverning þeir lifa yfirleitt. Ég ætla einmitt að gera svoleiðis líka. Heilsuspíra..

0 Comments:

Post a Comment

<< Home