Sunday, October 30, 2011

eitt verk...

þetta verk verður væntanlega á sýningunni í Tokyo....bless í bili ... :-) SB

Saturday, October 29, 2011

á farandsfæti eða faraldsfæti eða haraldsfæti...



jæja nú er ég hálfnuð við að pakka...gengur heldur seint. Er búin að lista allt uppá vinnustofunni og allt að verða klárt þar...

Tók við viðurkenningu á skrifstofunni sem staðfestir dvölina... ég og Sugiama sem er yfirmaður stofnunarinnar hann gaf mér tvo litla keramikfroska og sagði mér að setja þá beint í peningabudduna þá munu peningarnir streyma til mín...Reynið að sjá þennan ágæta mann fyrir ykkur í svörtum leðurjakka með uppbrettar ermar syngjandi rómantísk japönsk dægurlög í karoki.....einmitt.
Á hinni myndinni er Alex og ég við förum héðan á sama tíma...
Hlakka til kvöldsins ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi....er svo lokkandi...
knús go bless í bill...subbubjallan á farandsfæti..

seinni kaffibollinn og ekkert að gerast.

Er á seinni kaffibollanum...er ekki alveg í stuði til að pakka strax. Er búin að fara yfir dótið sem ég sendi heim með skipi. Þarf að telja og skrá...ekki flókið en æjjj kannski bara leiðinlegt af því ég er að fara.

Fekk að láni litla tösku sem ég tek með til Kyoto og sendi stóru ferðatöskuna á flugvöllinn í Tokyo..frábær þjónusta þetta..enda ómöglegt að taka pláss í lestunum fyrir tösku sem rúmar tvo meðal japana ;-)
Fór á spennandi sýningu í gær hjá einum starfsmanninum hér...allt anagama verk sumt hafði brotnað í brennslunni en ótrúlega falleg verk og uppsettning...fallegt og látlaust. Svo hafði konan hans gert ikebana (japanska blómaskreytingu) í brotna stóra vasa, dásamlegt. Ég var að komast að því í gær að verkfærið sem ég keypti á útimarkaðnum um daginn er dæmigerðar blómaskreytingaklippur humm skildi ég hafa fengið leiðsögn að handan??
Svo verður kveðjupartý í kvöld fyrir okkur Alex við förum samferða til Kyoto í fyrramálið...meira um það seinna..knús á ykkur. sb.

Friday, October 28, 2011

hárgreiðsla og kaffisopi.

Eins og sjá má breyttist herbergið mitt í hárgreiðslustofu í gær...Makikó bauðst til að taka upp gamla takta og lita á mér hárið...hún hafði unnið sem aðstoðarmanneskja á hárgreiðslustofu í Tokyo áður en hún fór að vinna í leir.

Þetta gekk svona glimrandi vel og nýja lúkkið alveg að gera sig.
Annars var ég hálf löt í gar og slegin yfir fréttum að heiman....en Ragnheiður kerlingin á vonandi eftir að ná sér á strik það er nú seigt í kellu eins og öllu hennar fólki.
Í dag raða ég saman og ákveð hvað ég sendi á sýninguna í Tokyo á eftir að ganga frá á vinnustofunni og svona smotterí sem týnist til...en góð tilfinnig að ég þurfi ekki að pakka sjálf fæ fagmann í verkið...þvílíkur luxus sem þetta er.
Ég fór í gær og keypti glerung og leir sem ég sendi með verkunum mínum heim...held það séu birgir til næstu ára......
Það er svo skrýtin tilfinning sem fylgir því að pakka og leggja loka hönd á verkin....frekar sorglegt að kveðja þennan stað...og allt þetta góða fólk sem ég hef kynnst. Starfsfólk sem hefur unnið hér þau skifti sem ég hef komið...allir alltaf tilbúinir að leiðbeina og hjálpa.
Það verður samt dásamlegt að komast heim í venjulega hverdagslífið...sem er náttúrulega svo ótúlega fjölbreytt og skemmtileg...hitta börn og barnabörn alla malla hvað það verður gaman. Fara í sund og yoga....ég hef nú verið dugleg að stunda yoga hér í herberginu ekki alveg hvern dag en alla vega annanhvern .... alveg satt. Í gær prófaði ég meira að segja að spila yogaæfingar af youtube sem gekk bara þrusu vel...gaman að fá nýjan kennara...
Svo er maður nátturulega farin að huga að jólum og sér á facebook að það er hugur í mannskapnum.....

Ég er að klára kaffisopann það var dásamlegt að Sandrína (sú nýja franska) kom með mokkakönnuna sína,,,,ég fæ minn dásamlega cappochino bolla með þeyttri sojamjólk og tilheyrandi kanil...dásamlegt líf..ég ætla að rölta í sjoppuna á eftir og kaupa meiri mjólk svo ég eigi nú í kaffið þessa tvo daga sem eftir eru að dvölinni hér...
Svo var þessi fugl fyrir utan dyrnar í gær hafði greinilega flogið svona illilega á gluggann mér datt í hug hvort þetta væri bróðir Bíbó??
Bið að heilsa best að koma sér að loka verki í bili...knús subbubjallan



Wednesday, October 26, 2011

brennsla baðhús og opnun




jæja elskurnar...

Í morgun var síðustu ofnarnir frá mér settir af stað...í bili amk. Lítill prufuofn og svo transferbrennsla...þá er aftur að krossa fingur.
Eftir að ofnarnir voru ræstir fórum við nokkur með strætisvaginum á dásamlegt baðhús þar sem er boðið uppá bað uppá japanskan máta með smá auka tvísti..
Maður byrjar á því að þvo sér hátt og lágt sitjandi á litlum kolli með sturtu og forláta tréstamp. Nóg að sápu og sjampói...síðan er farið í heitan pott með bleiku vatni vel heitu og marað í nokkra stund síðan farið í pott með nuddi...Þvínæst í útipott vel heitan síðan í bænasturtu ( sem er með tvem stútum sem beinast beint á axlir gott er að hafa lófa saman við nef og handleggi í 90 gráðum..eins og búddamunkur.
Síðan var það steinalaug með ýmiskonar söltum dásamlegt...vorum í einn tíma í vatni..Gáfum okkur góðan tíma til að klæðast og hafa það huggulegt með grænt te og fallegt súpersnyrtilegt umhverfi...hittum greinilega á mjög rólegan tíma dags og viku!!... Fengum okkur svo að borða á veitingastað þarna við...Baðhúsið er hluti af æfingarsvæði fyrir golfáhugafólk,,,risastór golfvöllur, reisuleg gistihús og hótel.
Eftir að við komum heim var haldið uppá opnum hjá Alexander Clinthorn sem hefur verið hér að vinna...ungur og efnilegur stákur...sem gerir áhugaverða hluti í leir..Við vorum flest klædd í dásamlega falleg japönsk vinnuföt sem okkur voru gefin af japanskri konu sem er hér að vinna Makikó súperkokkur... Skemmtilegt uppátæki það.
Klukkan bara rúmlega níu og mér finnst ég hafa verið vakandi í sólahring...best að skella sér í háttinn...góða nótt elskurnar...subbubjalla


Sunday, October 23, 2011

smá rifa og sviðin nefhár.



Var að opna rifu á ofninn og rak nefið inn ,, hann er reynar enn í 180 gráðum og best að ana ekki að neinu....en það sem ég sá lítur vel út !!! .... amk. ekkert uppí loft..gleði gleði gleði...mátti til með að deila þessu með ykkur elskurnar.


læt að gamni fylgja með myndir af sjálfsalanum fyrir utan vinnustofunarnar, hægt er að kaupa gos, safa, heitt og kalt te eða kaffi....frá Boss auglýsingin er frekar eitthvað einkennileg þykjir mér....ekki eins og maðurinn geisli af hamingju og heilbrigði....en hann er the BOSS...hvað rugl er í gangi.





Jæja elskurnar...nú bíð ég eftir að geta opnað ofninn...í fyrramálið. Hef haft það rólegt í dag varla gert nokkurn skapaðan hlut..kláraði ísinn, búið.

Kíkti á sýninkennslu á vinnustofunni (sjá myndir) ; Hér er verið að hanna tjörn fyrir gullfiska..Tveir hlutar renndir á rennibekk og settir saman..annar hlutinn er laugin hinn hlutinn (rennan) er svo :"The goldfish can take a walk" eins og listamaðurinn orðaði það...

Þetta var rennt í gær af meistara Bungo-san sem getur rennt gríðalega stóra hluti og etv. horft á sjónvarpið í leiðinni...síðan voru hlutirnir fluttir inní brennslurýmið og settir saman í dag. Þetta er samvinna þriggja manna tveir eru kennarar við Listaháskóla í Kyoto og svo Bungo-san sem er þessi fanta flotti rennari.

Ég eldaði mér fína kjúklingasúpu með núðlum og notaði að sjálfsögðu kryddið sem ég keypti á markaðnum...dásemdin ein.. Það er svo merkilega miklu betra á bragðið kjúklingakjötið hér í Japan en heima...amk. hér í sveitinni hjá okkur.
Sem allt í einu minnir mig á hana móður mína sem var nú snillingur í eldhúsinu og kunni margar brellur.
Ein var sú að kaupa unghænsni í tugatali svei mér þá ef fiðurféð var ekki á fæti..nei nei sei ekki neina vitleysu ,, það var nú búið að slátra...en lengra náði meðhöndlunin ekki.
Við bjuggum í Barmahlíðinni og í kjallaranum var þvottahúsið, sameiginlegt með eldra fólki sem bjó í þarna í kjallaraíbúð. Þvottahúsið ilmaði alltaf svo dásamlega af tóbaksklútum sem iðulega héngu þar uppi á snúrum. Nema aftur að unghænunum....sko hún móðir mín lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna eins og sagt er. Hann Dóri minn, sem var nú bara rétt nýfarinn að dvelja hjá mér næturlangt í meyjarskemmunni, var dreginn niður í kjallara til að fiðurhreinsa pútturnar. Sú aðferð fór svona fram: Þeim var dýft í sjóðandi heitt vatn í suðupotti einum miklum sem var á miðju þvottahúsgólfinu. Síðan var hafist handa við að reyta og tæta......þvílíkt og annað eins stuð.....ég man við hlógum rosalega og fífluðumst með hænurnar hægri vinstri (enda Hreimur þarna fremstur í flokki) ég held við höfum ekki haft lyst á þessum hænum í langan langan tíma á eftir.
Í minningunni tók þessi aðgerð nokkra daga...eða kannski helgi. Ég segji hiklaust að finnst hann Dóri minn komst í gegnum þetta "nánast klakklaust" á þessum tíma þá kallar hann ekki allt ömmu sína. Ég átti nú alveg eins von á að sjá í iljarnar á honum upp tröppurnar,,, en nei nei minn maður öösss nei.

Labels:

Saturday, October 22, 2011

brennsla á fullu gasi.

Allt að ná hámarki hitinn kominn í 1280 gráður á celsius ... keilurnar að falla. Brennslan tók 14 tíma sem er vel sloppið miðað við fyrri reynslu.. Eitt sem sárlega vantar í ofnarýmið hér í Shigaraki eru hitaþolnir hanskar...það var assgoti heitt að slökkva á átta brennurum sem eru allir staðsettir undir ofninum ,,, jamm einmitt þar sem lýsir upp af loganum.....ég hefði þurft að geta skrúfað fyrir með tánum og losnað við að fjalægja hárin á leggjunum í einhvern tíma...smá sviðalykt og sót...en hva.

Fegin að þessi brennsla er búin get vonandi opnað ofninn eftir tvo sólahringa.. Nú er ég svo upprifin að ég held ég sofi ekki næstu tímana...gæti fengið mér ís. humm,, góða nótt elskurnar.



Brennslan á lokastigi og allur ísinn búinn (grín)

Myndirnar tók ég í Kyoto í gær. Við heimsóttum fallegt safn sem var áður heimili og vinnustofa Kawai Kanjiro, hann lést 1966. Hann er mjög þekktur vann m.a. með Bernard Leach.
ofninn sem tekur amk. viku að brenna....engin smásmíði.
heimilið sem gert hefur verið að safni....ótrúlega fallegt. Myndin er tekin af efri hæðinn niður í garðinn sem liggur að vinnustofunni.
Það var dásamlegur dagur í gær, mátulega heitt og allir gluggar uppá gátt. En á köldum vetrardegi í Kyoto....birrr...þá verður nú kalt hérna inni.



jæja...nú er brennslan enn í fullum gangi og ég að verða stressuð...allir farnir heim s.s. enginn til að kalla til ef allt fer í kaldakol...
Ég stökk út í sjoppu áðan til að fá mér ís aðeins til að kæla stemminguna niður...keypti sex greentea isa...borðaði tvo á leiðinni til baka og var að sporðrenna þeim þriðja..en áfram sama spennan...svo þetta virkar ekki..best að kíkja á ofninn...knús á ykkur ...

Friday, October 21, 2011

Þessi mynd er tekin á útimarkaði í Kyoto í gær..Hann er haldin 21 hvers mánaðar og fer fram við stórt klaustur...Þetta er einn flottast markaður sem ég hef komið á...allt mögulegt til sölu gamlir fagrir kimanoar, bækur, verkfæri krydd, blóm og allt annað milli himins og jarðar..

Við hittumst Pascale (og hennar eiginmaður) og Adil og röltum um. Ég krækti mér í sjöunda kryddið dásamlegt á núðlur. Maður ætlar að reyna að ná upp einhverjum vinsældum í eldhúsinu þegar heim er komið kryddið kemur sterkt inn (í orðsinsfyllstu) Einnig keypti ég mér forláta höfuðfat sem ég ætla að nota þegar proformera sem annarhelmingur af IEC-CHOCOLATE sem er grúbban okkar Pascale síðan á karokibarnum um kvöldið.. Adil verður umboðsmaður okkar i Indlandi. Svo spennandi verkefni framundan.
Ég er að brenna í stórum gasofni í dag þarf að vaka yfir ofninum, bæta við gas, kveikja á brennurum, auka þrysting skoða lit á eldinum oþh. Og Matsunami er í fríi í dag...en vona það besta þetta er nebbla stór hluti af sýningunni minni í Tokyo ... krossa fingur.