Monday, October 18, 2004

sjöhundruð í rusli.

Hvað hef ég verið að gera?? Jamms hef verið í rólegheitum í dag að snuddast í ýmsum smáverkum. Td. við að reyna að ná 700 ljósmyndum úr ruslakörfunni á iphotoinu á fínu tölvunni minni og setja í möppu, gekk ekki alveg þrautarlaust. Þetta voru ekki einu sinni mínar eigin myndir heldur frá "hollendingum fljúgandi" en það hafðist að lokum. Eg hef þurft að leggjast fyrir annað slagið til að draga úr bólgu á öðru augnlokinu. Svei mér þá ef útlitið á Rocky, eftir stóra bardagann í hringnum, hefði verið eins og barnagaman í samanburði. Hjá mér hinsvegar var þetta ekki bardagi í hringnum heldur sætur koss frá moskítóflugu sem hafði lætt sér inn í herbergi meðan ég svaf.
Svo hef ég verið að smá draga úr vinnu (ekki aðvelt) á vinnustofunni enda ekki lengur tími til að þurrka leirinn. Svo til að forðast óþarfa stress og panik í lokin er best að fara að setja punkt. Skrifaði nokkur póstkort og hafði það kósí undir sæng.

Er að reyna að lokka Tamomí "tengdadóttirina tilvonandi" til að skipuleggja ferð til Íslands þarf að setja af stað fjáröflunarprógrammið. Sjáum hvað setur með það!!

Hef ákveðið að fara í sporttúr til Naoshima sem er lítil eyja sem spennandi er að skoða. Þar er t.d. nútímalistasafn sem teiknað er af Tadao Ando sem er nú ástæða útaf fyrir sig, þvílíkur snillingur sem maðurinn er. Planið er að klára hér allt fyrir 6.nóv fara þá til Kyoto geyma hluta af farangrinum á hoteli skella sér með Shinkansen (hraðlest) og ferju til Naoshima og gista í Pao eða tjaldi sem hægt er að leigja. Sneddí. Þessi eyja er mjög spennandi ...fer svo til baka til Kyoto og verð síðustu dagana og skoða borgina aðeins betur, það er endalaust áhugavert. T.d. frægir fallegir garðar, spennandi söfn, ýmis musteri og kannski, kannski bara nokkrar pínulítlar verslanir. Þá verð ég nú farin að vera ansi óróleg(og farin missa einbeytinguna) hef ég trú á og vill fara að komast heim til mín.

subbfríður subbubjalla...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home