Wednesday, October 20, 2004

Lurkur

Sæl nú.
Dreymdi hana móður mína í nótt og það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég vaknaði, var að nú fengið ég góðar fréttir að heiman. Sem reyndist svo rétt...............Alveg eins og maðurinn, sem sagðist vera orðinn svo bergdreyminn og kom með dæmt því sönnunar: hann hafði dreymt að hann væri að borða kringlu og viti menn hann fór í bakarí daginn eftir og fekk sér kringlu. Svona getur nú lífið verið einfalt á köflum.
Það hefur verið rignig, algjört úrhelli samfleitt í tvo daga sem endaði með að fellibylur (númer hundrað eða eitthvað) gekk yfir með rokkvelli. Var reyndar ekkert miðað við annarstaðar í Japan. Fimmtán manns létust og tuttugu er enn saknað á suðurhluta landsins. Frekar illur.
Það er spáð sólskini á morgunn og við ætlum að storma til Kyoto á flóamarkað, hann er haldinn einu sinni í mánuði og er algjört ævintýri. Síðan ætlum við út að borða því einn af hópnum á afmæli á morgunn. Gaman, gaman.
Fréttir af því næst.....
subbubjalla

0 Comments:

Post a Comment

<< Home