Saturday, October 23, 2004

Júmms, ferðin til Kyoto gekk að óskum, við hlykkjuðumst allof mörg, í litlum kraflausum sendiferðabíl og einn í kremju í "skottinu". Byrjuðum á mac donalds af því einn úr hópum er frá N.Y. og hann fekk sér þrjá hamborgara. Mer fannst ég rétt nýbúin að kyngja morgunnmatnum og ekki ýkjahrifin (en fekk mér kaffi í staðinn) Síðan var farið á markaðinn sem var yndislegur, svo margt fallegt að sjá. Markaðurinn er haldinn 21. hvers mánaðar í gömlum garði innanum musteri of fleira fallegt. Eg keypti sossum ekki margt en fannst þetta spennandi og gaman.
Fórum síðan á súsiveitingastað þar sem maður velur sér súsídiska af belti sem gengur hringinn á veitingastaðnum, mjög gott og ódýrt. Og þar sem hollendingurinn í hópnum átti afmæli bauð hann okkur hinum uppá köku og kaffi á veitingastað sem er í húsi sem Tadao Andó teiknaði og er staðsett við síkji í miðbænum. Fallegt hús en veitingastaðurinn frekar geldur. Fórum síðan á bar eða klúbb það var mjög skrítið....tveir plötusnúðar sem voru aftast á dansgólfinu en þunnt gasefni sem skildi á milli. Siðan var varpað ljósashowi á efnið, mjög flott. Fín tónlist og það sem gerði útslagið voru tveir bongótrommuleikarar sem voru á hnjánum hlið við hlið á dansgólfinu sem gerði þetta mjög kraftmikið og flott. Í byrjun hreyfði fólk sig aðeins á gólfinu en allir snéru að plötusnúðunum.....en þegar leið á kvöldið færðist aðeins meira fjör í mannskapinn. Aðalega útlendingar sem þurftu pláss til að dansa. Það var stöð... Eitt annað öðruvísi það var stúlka sem málaði þá sem það vildu skrautmálingu í andlitið, við kertaljós. Mjög vinsælt og við buðum hollendingnum upp á meðferð í tilefni dagsins. Þarna var dansað framyfir miðnætti þá farið með lest að bílnum og brunað heim. Allir uppgefnir en alsælir, fínn dagur.

Daginn eftir lagði þennan illa daun úr þvottahúsinu sem reyndist af kímanó sem hollendingurinn hafði verið svo rausnalegur að kaupa fyrir konuna sína. (hann keypti reyndar á alla fjölsdylduna en þessi lyktaði svona svakalega) Síðan hefur þessi dýrgripur hangið fyrir utan útihurðina hjá okkur og leggur dauninn af vitum manns þegar meður gengur framhjá. Eg held hann ætti að splæsa í ilmvatnsglas handa henni svona til að gera þetta bærilegt.
Subbubjallan

0 Comments:

Post a Comment

<< Home