Friday, October 15, 2004

Islandspostur

Jæja þá er ég búin að brenna fyrstu hrábrennslunna hér og nú er að bíða og sjá hvernig hvort hlutirnir "þola" gasið.
Ég hef verið órtúlega dugleg að skella mér í skokkið í morgunsárið. Er mest hissa sjálf, svei mér þá. En veðrið hefur verið ómótstæðileg til þess arna, bjart og mátulega hlýtt. Garðurinn er frábær kjörinn til hreyfinga..................
Heilmikið fjör hér í kvöld verið að kveðja ungverjann, hann er sá eini sem ekki hefur verið almennilega sáttur hér á staðnum. Enda er hann trúlega best geymdur heima...............
Er farin að skipuleggja síðustu dagana hér í Japan ætla aðeins að koma við í Kyoto í lokin.... mjög spennandi borg sem ég ætla að skoða aðeins betur.
Hef verið að vinna í því hörðum höndum að ná í "eiginkonu" fyrir soninn Hrein og nú er þvílík spenna hér í gangi..(það byrjaði á því að ég sagðist vilja japanska tengdadóttur!!!!) Hef eina í sigtinu hún heitir Tamomi og henni fannst hugmyndin alls ekki galin. Hún er sérlega elskuleg og góð og svo er hun mjög góður kokkur!!!! Hörku nagli og spennandi listakona. Er hægt að biða um meira. Er að reyna að sannfær soninn og hann kom með þá tillögu að senda hana í pósti til Íslands.....
Subbubjallan

0 Comments:

Post a Comment

<< Home