Thursday, October 28, 2004

hljoð, hiti, litur, lykt (kannski brunalykt)

Jæja nú er ég á vaktinni yfir stórum, stórum gasofni því nú er ég að brenna glerungabrennslu, jibbý. Ekkert smá spennt að sjá útkomuna, gerði heilmiklar tilraunir og naut þess að sulla með glerunga sem ég hef aldrei snert á áður. gaman gaman. (þangað til annað kemur í ljós)
Ég þarf að kíkja á hitastigið á klukkutíma fresti, hækka þrystinginn á gasinu, hleypa lofti inn í ofninn draga lúgulokið 2 mm í einu, skoða litinn á eldinum má bara vera blár ekki rauður, mæla stærðina á eldtungunni sem kemur út um kíkjugatið á hurðinni, passa að hún sé ekki lengri en 25 sm þá er reductionin of sterk ...... þá hækkar ekki hitinn í ofninum svo þarf líka að hlusta eftir hverning blásturshljóðin eru í ofninum. Svo það sér hver maður að þetta er heilmikið jobb. Svolítið stessandi því ef hitastigið fer að klikka getur verið erfitt að finna aftur jafnvægi svo hitinn trukkist áfram upp. Fekk símanúmer hjá starfsmenni til að hringja í í neyð. Fyrir óvana getur þetta snúist upp í algjöra martröð eins og gerðist hjá belgísku vinkonu minni og portugalanum, þau voru að brenna til kl fimm og náðu samt ekki topphita. Hugsa til þess með hryllingi get ekki hugsað mér að lenda í svoleiðis vitleysu. En hér eru allir boðnir og búnir að hjálpa mér, tengdadóttirin tilvonandi var að bjóða fram aðstoð í þessum töluðu orðum. (ef gengur ekki að fá hana sem tengdadóttir ætla égi að ættleiða hana eða eru einhver aldurstakmörk á þeim gjörningi getur það verið ...... )
Nú er búið að setja kyndingu á húsið og er það algjör luxus ég var orðin ansi samanhert af kuldanum undanfarna daga, eins og fleiri. En haustið er yfirnáttúrulega fallegt hérna, birtan og litirnir. Fekk reyndar svo fallegar haustmyndir að heiman í vikunni, var farin að gleyma hversu fallegt veðrið getur verið á þessum tíma. Haustið er mitt uppáhald.
Best að hlaupa út og athuga ofninn aftur.

Bless í bili elskurnar mínar, subbubjallan

0 Comments:

Post a Comment

<< Home