Sunday, October 31, 2004

spenna

Jæja nú eru brennslurnar yfirstaðnar og ég búin að opna ofnana, algjört spennufall í gangi. Ég var mjög glöð með útkomuna á flest öllu, annað skil ég eftir. Svo nú er bara eftir að pakka þessu fíneríi vandlega og setja í kassa og senda af stað.
Ég fór óvænt og sá stóra, stóra keramiksýningu í nútímalistasafninu í Kyoto, þar sem sýnd voru verk eftir Yagi Kanzuo (1918-1979) sem talinn er vera með þeim fyrstu að gera "objecktiva" hluti úr leir.
Ég kem til með að senda heim stóran búnka af bókum og sýningarskrám af hinum ýmsu sýningum héðan. Þetta er svo spennandi doðrantar, sýningarskrárnar og svo ódýrar, gerir það mjög freistandi að kaupa á hverri sýningu. Svo það eru ca. 15 kg. sem ég sendi með leirnum....... svo ég lendi ekki með töskuna í yfirvikt, það er dýrt spaug...........
Rólegt hjá mér í dag hálfgert slugs eftir að ég opnaði ofnana. Ég er að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að fara til Osaka í lok vikunna og skoða sýningar og fleira spennandi. Er að skoða hvað er í boði þessa daga sem ég á frí.
subbubjallan

0 Comments:

Post a Comment

<< Home