Sunday, October 10, 2004

leir meiri leir

jamms
I dag var mjög skemmtilegur markaður hér í garðinum. Ýmiskonar leirmunir til sölu frá svæðinu hér í kring, en þessi hluti Japans er einmitt þekktur fyrir langa og merkilega keramikhefð.
Mér fannst í reyndar algjör óþarfi að byrja með þessum látum rúmlega átta í morgunn. Það var byrjað með tilkynningum í því öflugasta hátalara kerfi sem ég hef nokkurntíma hlustað á.( ég er búin að sjá hversu ýktir japanir geta verið og þetta var rakið dæmi um það) Í raun áttir markaðurinn að vera í gær en var frestað vegna fellibyls sem gekk yfir hluta landsins. En viti menn hér skein sól í heiði í morgunn og gott veður allan daginn. Það hafði rignt allan daginn í gær svo grasið var gegnumsósa af bleytu. (og ég á sandölunum)
Eg freistaðist til að kaupa (er nú alltaf svolítið veik fyrir leirnum) bolla og stadíf undir prjóna (þessa sem maður borðar með ég ætla nefnilega að halda áfram að nota prjóna eftir að ég kem heim og kenna hinum fjölskyldumeðlimum kúnstina líka). Frábært.
Subbubjalla

0 Comments:

Post a Comment

<< Home