Jæja það var heilmikið fjög hér í garðinum í dag, byggður einn leirbrennsluofn. Einhverskonar reykbrennsluofn, olíukynntur. Lærdómsríkt að fylgjast með því. Annars hef ég verið að vinna á fullu finnst eins og ég sé svolítið farin að falla á tíma......... er að fá hugmyndir sem mér finns að ég verði að klára. Er enn að vinna í leirinn hef rúma viku eftir svo þarf að fara að huga að brennslum, glerjun og pökkun oþh. Svo er búið að plana einhverja dagstúra á söfn oþh. svo tíminn þýtur áfram núna............Það var heilmikil veisla hér í gærkveldi verið að bjóða nýkomna listamenn velkoma, með þvílíkum veisluföngum. Það er einn frá Hollandi og annar frá USA svo það eru að fyllast aftur vinnustofurnar.
Bless í bili,
Subbubjalla
0 Comments:
Post a Comment
<< Home