Thursday, October 06, 2011


Hittum mann að nafni Stefen í kaupfélaginu um daginn...hann gaf sig á tal við okkur því við töluðum öll saman á ensku...spjölluðum í smá stund...hann prestur frá Englandi og á japanska eiginkonu. Þau eru búsett hérna og reka einhverskonar trúboðstöð. Við buðum þeim að kíkja á vinnustofuna til okkar, sem þau gerðu daginn eftir. Hann bauðst til að fara með okkur um þorpið við tækifæri kíkja á nokkra keramikera ... Nú svo fórum við saman í gær, ég, indverjinn Adil(sem þvær nautahakkið fyrir eldun) Pascale sem er frönsk..og borðar mikið af súkklaði. Við fórum og heimsóttum einn heimsfrægan anagama höfðingja Shino Kanzaki gerir gjörsamlega frábæra hluti..Hann er ansi dýr á því karlinn og fékk ég létt sjokk þegar ég lyfti teskálinni...kostaði 900.000 isl. assgoti dyr bolli það. En fagur var hann.

Mer finnst óttalegur eymingjagangur hvað ég er léleg að skrifa bloggið...ég helt eg mundi gera það alla daga...en svona er þetta bara og ég a mér engar málsbætur...

I dag forum við að hitta annan meistara, Takai-san, hann hefur unnið miklar rannsóknir a glerungum. Hann bauð hópnum heim til sin hann býr i yndislegu dæmigerðu japönsku húsi. Þar var boðið uppa grænt eðal te sem þotti svakalega fint...og skoðunarferð i glerungavinnustofuna..dásamlegt.
Siðan kom þessi sami maður með fullt af glerungauppskriftum hingað á vinnustofuna og sýndi nokkrum útvöldum...þvílíkt örlæti...
Síðan hef ég brasað við að koma að niðurstöðu með glerun til að nota á verkin...gert ýmsar tilraunir...og nú er ég búin að glerja í aðalofninn og þá er nú ekki aftur snúið...
knús á ykkur öll..
subbubjallan

0 Comments:

Post a Comment

<< Home